Ég hef tekið svona áhugasviðskönnun, það kom bara út í rugli. Ég veit nokkurnveginn á hverju ég hef áhuga, en ég er bara í engri aðstöðu til að geta sinnt þeim áhugamálum. Ég hef gaman af tónlist, myndlist og stjórnmálum meðal annars. Skólinn minn gefur samt fá sem engin tækifæri til að gera eitthvað í sambandi við þetta.