Ég var með ofnæmi fyrir köttum en það hefur lagast hjá mér og núna á ég kött. Ég held og hef heyrt marga segja að ef þú átt dýr, þá getir þú vanist þínu eigin dýri og hætt að hafa ofnæmi fyrir því þó þú sért áfram með ofnæmi fyrir dýrum annarra. Þú getur haldið ofnæminu niðri með því að hafa kettina útiketti, þvo þér um hendurnar eftir að þú hefur verið að leika við þá, láta þá ekki liggja á fötunum þínum (hengja fötin upp eða setja inn í skáp þegar þau eru ekki í notkun) og láta þá ekki...