Hér er komið inn nýtt áhugamál sem margir stunda, en hafa mismikinn “áhuga” á. Það eru þó flestir sem ganga í gegnum þessi ár á lífsleiðinni. Flestir munu líta til baka og muna eftir þessum árum sem þeim allra skemmtilegustu. Félagslífið er oftast mjög frjótt og bara ef menn leita eftir því þá er alltaf nóg að gera. Skólagangan er sá tími sem er tilvalinn til þess að eignast góða vini og deila með þeim áhugamálum sínum. Þá er boltinn kominn yfir til ykkar, notenda Huga.is til þess að tjá...