Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: nokkuð augljóst

í Gamanþættir fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Hmm, mér finnst það nú ekki mjög augljóst. Ross og Rachel eru ekki saman í augnablikinu og Joey og Rachel kysstust í lokaþætti 9. seríu Maður veit þó aldrei hvað handritshöfundum vestanhafs dettur í hug yfir kleinuhringjaáti og klisjukenndum bandarískum hugsunum. Þannig að hvur veit, mér fannst annars friends fara niðurávið í lok síðustu seríu. Klisjulegur endir á annars fínni seríu framanaf.

Re: Vangavelta um uppáhalds persónu

í Gamanþættir fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Ekki það að ég vilji vera með leiðindi af neinu tagi…. en er það bara ég, eða eru fleiri orðnir þreyttir á ofnotkun “orðsins” GEGGT? Þetta er að mínu mati afskaplega leiðinleg stytting á orðinu Geðveikt, sem er, svona ef við pælum í því, frekar undarlegt að nota um hluti sem okkur finnst flottir eða skemmtilegir miðað við raunverulega merkingu orðsins….. ! (Þó við gerum það nú öll, alveg eins og maður notaði óspart “ógeðslega flott/kúl” þegar maður var yngri)

Re: Versta Serían?? Besta Serían??

í Gamanþættir fyrir 20 árum, 12 mánuðum
Fyrsta serían er glettilega góð, búinn að vera að liggja yfir henni. Annars held ég að það séu fyrstu 3 seríurnar sem hepnuðust best, svo fannst mér 8. Sería koma skemmtilega á óvart eftir frekar slappa 7. seríu, og fyrrihluti 9. Seríu var einnig góður…. Lokaþættir þeirrar seríu fóru svo illa með friends hjartað í manni, þar sem þeir voru leystir á mjög “Cheap” hátt, og er maður því ekki svo spenntur fyrir fyrirhugaðri 10. seríu af ótta við að hún verði algjört rusl. En hvur veit hvur veit…

Re: SPOILER-lokin á 9. seríu

í Gamanþættir fyrir 21 árum
Verð nú að segja að mér finnst 9. sería hafa dalað mikið á lokasprettinum, og síðustu þættirnir voru orðnir frekar útþynntir, og leikurinn fannst mér heldur ekki upp á það besta hjá sumum vinanna. Lokaþátturinn fannst mér síðan kóróna alltsaman í klysjunni, mér fannst handritshöfundar leysa þetta á frekar ódýran hátt, þrátt fyrir að óneytanlega hafi verið gaman að sjá Rachel og Joey byrja saman….

Re: þú segir það já ?

í Rokk fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Ritstjóri eða ritstjórn getur með engu móti lagfært eða bannað ákveðnar skoðanir í tímaritinu nema þær séu undir siðferðirsmörkum, eða séu hreinir og klárir fordómar eða persónulegar árásir. Þetta með staðreyndarvilluna, þá hefði ritstjórn/yfirlesari getað gripið í taumana. Við biðjumst að sjálfsögðu velvirðingar á þessum mistökum… …en gera ekki allir mistök um ævina?:)

Re: ... ég er samt ekki sannfærður

í Rokk fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Reyndar var ein hræðileg villa í dómnum sem komst ekki upp fyrr en blaðið var farið í prentun, og það vara Jeff okkar Buckley dó að sjálfsögðu ekki í bílslysi… þeta voru þýðingar -og fljótfærnismistök!

Re: ... ég er samt ekki sannfærður

í Rokk fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Til: Supernova Sánd / 4.tbl / Júlí 2000 - plötudómar: Jeff Buckley Mystery White Boy **** (4 stjörnur af fimm) -Tónlist hans mun lifa! Hinn ótrúlega hæfileikaríki Jeff Buckley átti alltof stuttan feril sem tónlistarmaður og söngvari, en hann dó í hörmulegu bílslysi 1997, aðeins 31 árs að aldri. Síðustu tónleikar hans voru viku áður. Þessi tónleikaplata inniheldur upptökur frá tónleikaferðalagi sem hann fór í 1995-1996, í kjölfar plötunnar Grace. Ég hafði ekki hlustað mikið á Jeff Buckley...

Re: Björk í einkaviðtali við Sánd

í Rokk fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Jeff Buckley hefur aldrei verið sagður lélegur. Það birtist lofsamlegur dómur um hann í 4. tbl þar sem hann fékk 4 stjörnur af fimm mögulegum, en samkvæmt okkar útskýringum telst það vera nálægt því meistaraverk og eitthvað sem þú sérð ekki á hverjum degi…. og þetta sagði gagnrýnandinn orðrétt í dómnum: „Hinn ótrúlega hæfileikaríki Jeff Buckley átti allt of stuttan feril sem tónlistarmaður og söngvari…. Hinn angurværi söngur Buckleys lætur mann fá gæsahúð og þú síast inn í nýjan heim stórra...

Re: Tímaritið Sánd

í Tilveran fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Moli, hvenær sástu sánd síðast? Þetta blað er ekki eins og það var einu sinni, ég man eftir því að þá var það skrifað af einhverjum 13 ára guttum! Og þá sökkaði það! Ég vara að kíkja á síðasta blað sem kom út einhverntíman í síðasta mánuði og þar stóð að 30 manns væru að skrifa í blaðið eða eitthvað, og já, eins og elwar sagði, m.a páll óskar, andrea Jóns (sem er eitthvað um fimmtugt að ég held) og óli palli, sem vita væntalega ansi mikið um tónlist!
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok