Ég fagna tilkomu tímaritsins Sánd á blaðamarkað Íslands. Mikil þörf hefur verið á alvöru tónlistartímariti hér á landi. Undirtónar eru komnir ofan í skít karlrembsku og lyktar blaðið af slæmum móral. Sánd er mun ferskara og nýstárlegra blað sem fjallar um allar tónlistartegundur á hlutlausan hátt ásamt allskonar afþreyingarefni fyrir alla aldurshópa. Það er samt erfitt að bera þessi blöð saman þar sem Undirtónar eru frekar eins og klósettpappír á meðan Sánd er mun eigulegra blað. Ég vona þó að blaðið komi oftar út. Næsta blað á víst að koma út í Desember og get ég ekki beðið eftir því. Ég þakka lesturinn og vona að þið segið ykkar skoðun á þessu blaði.