Meira um Jersey skepnuna Fyrir nokkrum vikum kom hingað grein er hét “Jersey hesturinn(Devil)” eftir hann Moondance. (Greinina er hægt að lesa hér: http://www.hugi.is/hestar/greinar.php?grein_id=16345325 )
Mér þótti hún sniðug og las mér til um þessa veru og ákvað svo að skrifa meira um hana þar sem mikið vantaði í hina greinina.

Ég veit að greinin tengist lítið sem ekkert hestum en þar sem fyrri greinin kom hér ákvað ég að senda þessa hingað líka.



Jersey Djöfullinn (The Jersey Devil)

Til eru margar sögur sem segja frá fæðingu Djöfulsins, mun ég
segja frá nokkrum hér.

Ein sagan segir að Frú Shrouds sem bjó á Shrouds bænum, í Leeds
Point hafi óskað sér þess að næsta barn hennar yrði djöfull. Hvers
vegna veit ég eigi. Svo virðist sem að ósk hennar hafi ræst þar
sem að barnið fæddist vanskapað og afskræmt. Hún hélt barninu
innandyra svo nágrannar og aðrir myndu ekki sjá það. Eina
stormasama nótt slapp barnið þó og sást ekki á bænum eftir það.

Önnur saga sem einnig gerist í Leeds Point segir frá því er ung
stúlka varð ástfangin af Breskum hermanni fyrir sjálfstæðis
stríðið. Fólkið í Leeds Point lagði bölvun á hana fyrir þetta.
Seinna eignaðist hún barn og var það víst líkara djöfli en manni.

Enn ein sagan gerist í Estelville í New Jersey. Kona ein er bar
nafnið Frú Leeds frá Estelville átti 12 börn sem var algengt á
þeim tíma. Þegar hún frétti að hún væri ólétt af sínu 13. barni
óskaði hún sér í reiði sinniþess að barn þetta yrði djöfull. Ósk
hennar rættist, barnið fæddist með rófu, vængi, einnig líktist
höfuð þess hests haus, en á því voru þó tvö horn. Barnið ásótti
Frú Leeds. Ekki vildi hún neitt með þessa skepnu hafa og sagði því
daglega að hypja sig en það gengdi eigi. Eftir langan tíma fór þó
svo að skepnan fór og snéri hún aldrei aftur heim.

Önnur útgáfa af sömu sögu hljómar svona:
Frú Leeds frá Estelville átti 12. börn, þegar 13. barnið fæddist
þá fann hún óvenju mikið til og bölvaði krakkanum. Barnið fæddist
og var algjörlega heilbrigt. Skömmu seinna byrjaði barnið að
breytast í fangi hennar, það afmyndaðist. Frú Leeds starði full óhug er barn hennar afskræmdist all svakalega, haus þess breytti um lögun og líktist helst leðurblöku eða hesti. Svartir vængir
spruttu úr axlarblöðunum. Fótleggir lengdust og urðu óvenju mjóir
og breyttust fætur hanns í hófa. Blá augun urðu gul og klær uxu úr
fingrum hans. Veran gaf frá sér skerandi óhljóð og hóf sig á bott útí nóttina.

Síðasta sagan sem ég mun segja frá hér gerist í Burlington í New Jersey árið 1735. Leeds hét kona ein og var talið að hún væri
norn. Hún eignaðist barn með Satani sjálfum. Barnið þótti eðlilegt við fæðingu, en það varði ekki lengi. Barnið tók fljótt að afmyndast, það fékk hófa, höfuð þess breyttist í höfuð hests, á
barninu uxu vængir er líktust vængjum leðurblöku og einnig fékk
það rófu. Barnið stakk af einn daginn og segja sögur að árið 1740
hafi hópur presta lagt einhverskonar álög á djöfullinn sem kom í
veg fyrir að hann kæmi nálægt mannfólki 100 ár. Djöfullinn sást
ekki aftur fyrr en um 1890.

Til eru mun fleiri sögur er segja frá fæðingu djöfulsins.
Það sem flestar, ef ekki allar sögurnar eiga sameiginlegt er að
ýmist móðir ófreskjunnar, eða fæðingarstaður hennar ber nafnið
Leeds. Þess má til gamans geta að Shrouds fjölskyldan var víst
til, og einnig hafa fundist gömul rit frá Burlington frá því í
kringum 1730 þar sem talað er um djöful. Leeds Point er víst innan
Burlington svæðisins.

Rústir Shrouds hússins þar sem veran er sögð hafa fæðst er ennþá hægt að finna í skógum Leeds Point.



Árið 1927 var leigubílstjóri á leið til Salem. Dekkið á bílnum
sprakk svo hann stoppaði til að skipta um dekk. Á meðan hann var
að því kom að honum vera er stóð upprétt, og var þakin hárum. Hún
lenti á þakinu á bílnum. Vera þessi hristi bílinn allsvakalega og
fylltist bílstjórinn ótta og flúði án bæði dekksins og tjakksins.

Árið 1987 fannst þýskur fjárhundur rifinn í sundur í Vineland.
Líkið fannst um 12 metrum frá keðjunni sem hundurinn var fastur í.
Kringum líkið fundust furðuleg för sem enginn vissi hvaðan voru.

Skrímslið kom eitt sinn að rafvirkja er var að setja upp símalínur. Maðurinn varð hræddur og klifraði upp einn staurinn til
að koma í veg fyrir að skrímslið næði sér. Eftir að hafa verið
uppi á staurnum í einhvern tíma kom vinnufélagi hans, sá skrímslið
og skaut það í vænginn. Skrímslið særðist og flúði inní
nærliggjandi skóg.



Enn þann dag í dag sér fólk djöfulinn og eftirfarandi eru nýlegar
frásagnir fólks er segjast hafa séð skepnuna.

Ung stúlka frá Flemington, New Jersey segir að hún og faðir sinn
hafi oft fundið blóð og einkennileg hófaför kringum göngustíg er
liggur nálægt heimili þeirra. Hún segir að á sumrin heyrist oft
furðuleg öskur en hún hefur ekki séð veruna ennþá.

Maður einn var ásamt frænda sínum í bíltúr í Maí árið 2002, þeir
lenda á rauðu ljósi og stoppa. Klukkan er um 22:00. Allt í einu sjá þeir eitthvað koma útúr nærliggjandi skógi og hoppa yfir
götuna og hverfa í myrkrið. Þeir lýstu verunni sem 2 metra hárri og með oddhvasst trýni.


Margar kenningar eru til um það hvað þessi skepna sé.
Ein þeirra heldur því fram að Frú Leeds hafi í raun eignast
vanskapað barn, en hafi látist af einhverjum orsökum. Barn þetta
hafi sloppið og þurft að veiða sér mat á nálægum bóndabæjum.
Á þessum tíma var algengt að mæður eignuðust mörg börn, og þar sem hún Leeds hafði eignast (ef marka má fyrstu söguna) 12-13 börn var
hún sennilega orðin gömul. Vegna aldurs hefur barn hennar kannski
fæðst mjög vanskapað og voru vansköpuð börn talin koma frá
djöflinum. Þau voru oft læst inní litlu herbergi og farið var með þau eins og skepnur.

Sumir telja djöfulinn boða að stríð eða eitthvað annað hræðilegt sé í nánd þar sem hann sést yfirleitt skömmu fyrir stríð.

Aðrir halda að hann sé sjaldgæf fuglategund sem hrakktist frá þessum stað er mannfólk settist þar að, en það passar ekki þar sem þessi fuglategund hafði ei hófa.

Enginn af þeim kenningum sem settar hafa verið fram útskýra allt
varðandi skepnuna. Henni er yfirleitt lýst sem afskræmdri mannveru
eða veru er líkist helst hesti er gengur uppréttur.

Hvort skepna þessi sé til eður ei skal látið ósagt, en ef marka má öll þau vitni er segjast hafa séð veruna, þá leynist eitthvað í skógum New Jersey.

Takk fyrir.




Lauslega þýtt af eftirfarandi síðum:

http://home.adelphia.net/~leuter/
http://the shadowlands.net/jd.htm
http://www.diskworks.com/myth.h tml