UXO Leikur: Ultima X: Odyssey
Framleiðendur: Origin
Tegund leiks: MMORPG

Fyrir 6 árum var leikurinn Ultima Online gefinn út og var hann bylting í MMORPG þar sem hann var sá fyrsti af sinni tegund sem notaði grafík en ekki bara texta og ascii tákn eins og aðrir mmorpg leikir sem á undan höfðu komið.
Leikurinn var mjög ávanabindandi og var frelsið nánast endalaust, þú gast gert nánast allt sem þú vildir, hvort sem það var að vinna í námum, og svo bræða málma sem þú fannst og selja þá eða búa til brynjur og vopn fyrir aðra, eða tekið þér sverð í hönd, og klætt þig í brynju og farið í eina af mörgum dýflissum leiksins og slátrað nokkrum skrímslum, og hirt allskonar dót af líkum þeirra nú eða farið útí skóg og fundið hesta, birni, letidýr eða einhvað annað og tamið það eða bara farið útí skóg með exi og hoggið tré svo getur þú búið til stóla, borð, skápa, hillur, hásæti, kassa, kistur o.f.l. og skreytt húsið þitt svo með þessu. Já, ég sagði hús. Í Ultima Online var nefnilega hægt að kaupa margar tegundir húsa, allt frá pínulitlum eins herbergja smáhúsum uppí risa stóra turna og kastala. Og núna í nýjasta viðbótarpakkanum, Age of Shadows er hægt að byggja sín eigin hús.
Ultima Online er 2d leikur, maður sér svona á ská ofaná persónuna sem maður leikur, svipað og í Diablo og Baldur’s gate leikjunum. Leikurinn er nú ekkert augnayndi en það er vel hægt að spila hann, í 3 nýjustu útgáfum leiksins, Third Dawn, Lord Blackthorn’s Revenge og Age of Shadows hefur leikmönnum boðist sá kostur á að installa leiknum með þrívíddar modelum í staðin fyrir gömlu 2d sprite-in. Mér fannst modelin svo ótrúlega ljót (þau eru mjög low-polygon) þannig að ég notaði alltaf 2d útgáfuna.

Fyrir nokkrum árum bárust fregnir um að Origin væru að vinna að leik sem var kallaður Ultima Online 2. Skjáskot úr leiknum komu á netið og voru þau mjög flott, risastór landsvæði og flott þrívíddar model, ekki svona 2d dæmi, heldur allt í þvívídd. En nokkrum mánuðum seinna bárust mér þær sorgarfréttir að Origin hefðu hætt við gerð leiksins og ein af ástæðunum sem ég las var vegna þess að þeir voru nú þegar með mjög vinsælan leik í gangi, hversvegna að koma með annan leik? Jæja, ég sætti mig við þetta og hélt áfram að spila UO.

Núna ekki fyrir alltof löngu á E3 var leikur kynntur til sögunnar sem bar nafnið
Ultima X: Odyssey. Þetta var ekki Ultima Online 2, nei, Origin sjálfir segja leikinn ekki tengjast Ultima Online á nokkurn hátt. UXO (Ultima X: Odyssey) tengist gömlu Ultima single player seríunni meira heldur en Ultima Online gerði, þess má til gamans geta að Ultima serían er kringum 20ára gömul núna. Söguþráður UXO heldur áfram þar sem frá var horfið í Ultima IX. Ætla ég ekki að fara að segja frá öllum söguþræðinum hér, en hann fínn er hann…

UXO er gerður á Unreal Warfare vélinni (sem leikir eins og Unreal II, Deus Ex 2, Unreal Tournament 2003 og Thief 3 ásamt fleirum keyra á.)
Grafíkin er fín, en ekkert byltingarkennd. Modelin innihalda 1000-3500 polygona sem er sæmilegt.
Það verður víst mikill hasar í UXO, meiri en er venjulega í MMORPG leikju, persónur hlaupa hratt og einnig eru bardagar hraðir, en meira um bardaga á eftir. Stjórnun leiksins verður einhvað á þessa leið. WASD takkarnir verða notaðir til að ganga um, svona svipuð stýring og er í flestum fyrstu persónu skotleikjum.
Mér finnst bardagakerfið nokkuð sniðugt, það er í rauntíma. Þú velur óvin til að ráðast á og clickar á hann, því hraðar sem þú clickar, því hraðar slærðu frá þér, en því hraðar sem þú slærð, því minni skaða gerirðu, þannig að ef þú clickar eins hratt og þú getur á móti dreka eða einhverju sterku, þá munntu sennilega deyja mjög fljótlega. Einnig þarf að láta persónuna verja sig, og ákveða hvaða árás og hvaða sérstaka eiginleika þú villt nota í bardaganum. Auðvitað þarf einnig að fylgjast með lífi persónunnar ;). Óvinir hafa mismunandi veikleika þannig að það mismunandi árásir og hraði henta hverjum óvin.

Í flestum MMORPG leikjum sem eru í gangi núna eru svokallaðar “quests” það er, þegar spilara er gefið svona verkefni sem hann er verðlaunaður fyrir að leysa. T.d. frelsa einhver frá einhverju skrímsli eða einhvað svoleiðis. Í UXO verða “quests”, en þau munu verða öðruvísi en í öðrum leikjum. Spilarar hafa yfirleitt þurft að finna NPC(non player character) sem gefur þeim upplýsingar sem þarf um einhvað quest, en í UXO kemur questi-ið til þín. T.d. ef þú ert að labba með vinum þínum á fjalli einhverstaðar og þá kemur gaur hlaupandi til ykkar og segjir ykkur að einhvað skrímsli hafi rænt konunni sinni og biður hann ykkur um að bjarga henni. Þegar þið hafið svo fundið þetta skrímsli getið þig drepið það og bjargað konunni, eða kannski læðst inní hús/helli skrímslisins og bjargað konunni án þess að skrímslið taki eftir eða einhvað annað. Það verða nefnilega margar leiðir til að klára flest verkefnin. Origin hafa lofað yfir 300 svona verkefnum í fyrstu útgáfu leiksins, þið getið svo búist við nýjum verkefnum mánaðarlega.

Þið sem hafið spilað MMORPG leiki kannist eflaust við fólk sem lootar (tekur hluti) af skrímslum sem þið hafið drepið, eða bíða endalaust eftir að einhvað skrímsli spawni og drepi það svo áður en að þið getið gert það, og þið þurfið kannski að drepa það til að klára quest. Í UXO verður þetta vandamál ekki lengur til. Þegar þú og þitt party fara t.d. inní dýflyssu þá sjáiði ekki aðra players, bara þitt party mun sjást og munu aðkomumenn því ekki trufla ykkur.

Því miður verður ekki hægt að kaupa hús í UXO, eða ríða hestum eða öðrum dýrum. Origin eru samt að hugsa málið og munu sennilega bæta hvoru tveggju við leikinn seinna. Frelsið í leiknum verður ekki eins mikið og var í UO, þú getur t.d. ekki unnið í námum, hoggið við eða búið til svona mikið af hlutum, né saumað föt en hver veit nema því verði bætt inní seinna ;)

Enginn útgáfudagur hefur veirð gefinn upp ennþá, en þeir segja að leikurinn muni koma út snemma 2004. Ég get ekki beðið og vona að sem flestir íslendingar muni spila hann.

Fyrir þá sem vilja lesa meira um leikinn, mæli ég með eftirfarandi síðum:
www.uxoo.com
http://uxo.stratics.com
og svo official síða leiksins:
http://www.uxo.ea.com