NOKKRIR strákar hér í Vík í Mýrdal, sem hjóla á motocrosshjólum, eru mjög ósáttir við hestamenn. Ætla að taka það fram að ég hef sjálfur verið á hrossum frá árinu 2001-2005. Reiðskólinn í Vík í Mýrdal var haldinn nýlega. Það fór ekki fram hjá nokkrum manni hér á staðnum að hestamenn héldu að þeir ættu bara Vík þessa viku. Hestar fóru í gegnum þorpið í staðinn fyrir að fara bara hefðbundna reiðstíginn þeirra “varnargarðinn”, svo er greinilegt að skemmdir hafa verið unnar á grínum á...