Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Lucy (8 álit)

í Sápur fyrir 18 árum, 1 mánuði
Hvað á Lucy að vera gömul? Bara forvitni…

Þátturinn í gær (1 álit)

í Sápur fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Hæhæ, ég missti af þættinum í gær og hreinlega verð að vita allavegna hvað gerðist í brúðkaupinu eftir að Roger lét sjá sig. Svo væri fínt að fá smá notes á hvað annað gerðist. :) Takk snúllurnar mínar!

Myrkvunargluggatjöld (1 álit)

í Heimilið fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Veit einhver hvar fást góð myrkvunargluggatjöld úr efni, ekki felli eða rimlagardínur, heldur svona sem hægt er að sauma sætar gardínur úr… Endilega svarið ef þið hafið hugmynd!

Reva, ghost no more (5 álit)

í Sápur fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Jæja, núna er Reva vöknuð í guð má vita hvar sjúkrahúsi…. Hvað finnst ykkur um þetta turn of events? Voðalega finnst mér þetta hallærislegt… Hvað ætli hún geri, hringi í Josh eða láti bara sjá sig? Varla heldur hún sig í burtu, hvað haldiði?

Malla (6 álit)

í Kettir fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Malla mús að kúra inni í rúmi

Jæja (8 álit)

í Sápur fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Ég er alltaf að tala við sjálfa mig hérna :) krakkar mínir (má víst ekki segja stelpur mínar) allavegna, langar ykkur ekki að tala um eitthvað skemmtilegt, eins og til dæmis endurkomu Brent og hvað hann ætli sér!

Reva the ghost (4 álit)

í Sápur fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Jæja, erum við ekki komin með fullnóg af þessum draugalátum í Reva, við vitum öll að hún kemur til baka right? Fara þeir ekki að hætta þessu og láta hana birtast for real…. Atriðið í dag með henni og Annie var ferlega hallærislegt…

Lucy (10 álit)

í Sápur fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Rosalega var ég stolt af Lucy að þora þetta í þættinum í dag! Frökk stelpa, vonum að Brent fái það sem hann á skilið núna!

Ohh, lagði mig of lengi (1 álit)

í Sápur fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Missti af þættinum í gær sem er fyrsti þátturinn í langan tíma, hvað gerðist?

Silvía Nótt, jebb einu sinni enn (6 álit)

í Tilveran fyrir 18 árum, 3 mánuðum
finnst ykkur ekki að lagið, það er ef það vinnur keppnina á morgun ;), eigi að vera á íslensku úti í Aþenu? Mér þoli ekki þættina en dýrka þetta lag, hrædd um að það verði eyðilagt verði það þýtt… :S:S

Góð marenskaka (2 álit)

í Matargerð fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Ég gerði þessa fyrst fyrir afmælið mitt á seinasta ári og hún sló í gegn, ég efast ekki um að einhver geri svipaðar uppskriftir en þessi kom upp í kollinum á mér, ekki úr uppskriftabók. :) 1 púðursykurmarens 1 lítill rjómi 1 askja jarðaber 2 öskjur bláber 2 kíví önnur ber svo sem brómber og fl. ef þau líta vel út í búðinni klasi af vínberjum (má sleppa) Kvöldið áður en á að bera fram skaltu þeyta rjómann og setja hann á marensinn svo hann nái að blotna. Rétt áður en á að bera kökuna fram...

Lucky e. Alice Sebold (2 álit)

í Bækur fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Margir muna kannski eftir bókinni The Lovely Bones (Svo fögur bein) eftir sama höfund, en sú bók er einmitt ástæðan fyrir því að ég las Lucky. Lucky fjallar um hluta út ævi Alice, hún byrjar á nákvæmri lýsingu af hrottalegri nauðgun sem Alice var fyrir þegar hún var að byrja í háskóla. Það er mjög átakanlegt að lesa þetta og ekki fyrir viðkvæma. Sagan heldur áfram í gegnum líf Alice, þegar hún fer á sjúkrahús eftir nauðgunina, skýrslutökur hjá lögreglu og hvernig álit fólks á henni breytist...

Lucy (4 álit)

í Sápur fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Ætlar Lucy ekki að segja neinum, það er eins og hún sé búin að ákveða að það gerðist ekkert! Eins og hún sé búin að loka á þetta! Ég vona að þetta komi upp! Svo þessi Brent, ég held að það eigi eftir að verða eitthvað mál úr þessu, því hann er að koma sér í mjúkinn hjá ýmsum, tala við Mindy og svona. Ohh hann er svo mikill kúkur, vona að hann fari í fangelsi.

Rafmagnaðir kettir! (2 álit)

í Kettir fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Kettirnir mínir eru svo rafmagnaðir þessa dagana að maður má ekki klappa þeim án þess að gefa þeim lost! er einhver leið til að minnka rafmagnið? Hefa fleiri lent í þessu?

Bréf sem ég sendi Rúv (4 álit)

í Sápur fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Í gær klukkan 17.05 settist ég fyrir framan sjónvarpið, tilbúin til að horfa á Leiðarljós en sá bara stiklur, hugsaði fyrst, jæja, það hlýtur eitthvað að hafa bilað hjá þeim. Ég kíkti samt á textavarpið og sá að þetta hafi verið planað. Nú spyr ég, er ekki möguleiki á að sýna 20 ára gamlar stiklur á öðrum tíma en 17.05 virka daga, eins og til dæmis 16.05 virka daga? Þótt þið teljið þetta vera sorp þá hefur Leiðarljós breiðan aðdáendahóp og við þolum ekki að komið sé fram við okkur eins og...

NES til sölu + leikir (6 álit)

í Leikjatölvur fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Til sölu Nintendo NES tölva í góðu ásigkomulagi. Með fylgir joystick og tvær venjulegar fjarstýringar en þær hafa aldrei virkað, sjálfsagt eitthvað sambandsleysi sem ætti að vera ekkert mál er að laga. Með flestum leikjunum fylgja svört plasthylki og bæklingar Monster in my pocket Ducktales 2 The legend of Zelda California Games Teenage Mutant Ninja Turtles Faxanadu Digger T. Rock Stanley; the search for Dr. Livingston The Addams Family Time Lord Lolo 2 Rocketeer Super Mario Bros Super Mario...

Þónokkur Andrésblöð til sölu (5 álit)

í Myndasögur fyrir 18 árum, 9 mánuðum
á ennþá þónokkur Andrésblöð til sölu. Pinkytoe, bara blöð sem ég átti tvö eða þrjú stykki af :) Þetta eru sirka 200 blöð Boð óskast

Syrpur til sölu (18 álit)

í Myndasögur fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Til sölu eru sirka 50 Andrésar Andar syrpur, í eldri kantinum.

Andrésblöð galore (8 álit)

í Myndasögur fyrir 18 árum, 9 mánuðum
á hundruðir Andrésblaða sem ég þarf að losna við, komið með tilboð. p.s. ég ætla mér ekki að skutlast með þau eitt né neitt.

360 l. (0 álit)

í Gæludýr fyrir 18 árum, 10 mánuðum
ég er með til sölu 360 lítra búr með loki, flúorljósi og stöplum. Hafið samband á exit_1999@hotmail.com ef þið hafið áhuga, sendið e-mail eða bætið á msn

Tvöfaldur skammtur? (11 álit)

í Sápur fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Hvað finndist ykkur um að skora á Rúv að sýna tvo Leiðarljós þætti á dag eða að minnsta kosti líka um helgar svo að við nálgumst eitthvað nútímann. Mig langar svo svakalega að vera ekki alltaf föst 10 árum aftur í tímann en ég vil samt ekki missa af þessum þáttum þar sem maður er búinn að fylgjast með þessu í að verða 10 ár! Hvað finnst ykkur?

Hvenær? (3 álit)

í Kettir fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Hæhæ, nú þarf ég aftur hjálp með kettlingana mína, þessi rándýra bók sem ég keypti segir manni ekkert af þessum hlutum! Allavegna, hvenær get ég farið að leyfa þeim að fara út sjálfar? Þær eru rétt rúmlega þriggja mánaða núna og ennþá voða miklir kjánar. Í seinustu viku tók ég þær aðeins út í garð og þær voru mikið að reyna að hlaupa burtu frá mér, lá við að önnur hlypi út á götu! Væri þakklát fyrir svör úr reynslubanka ykkar. :)

Taka úr sambandi; hvenær? (8 álit)

í Kettir fyrir 18 árum, 11 mánuðum
ég er nýbúin að fá mér tvo litla kettlinga og var að spá hvenær sá tími kemur að má taka þær úr sambandi? Er einhver tími sem mælt er með? Hversu gamlir eru kettir þegar þeir verða kynþroska? Takk

360 l. búr til sölu (2 álit)

í Gæludýr fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Er með til sölu 360 l. fiskabúr, er með loki, flúorperu og heimatilbúnum standi (ekkert fyrir augað, en vinnur sína vinnu). Búrið hefur verið notað sem skjaldbökubúr upp á síðkastið. Endilega hafið samband, hérna eða í gegnum e-mail: exit_1999@hotmail.com

Dýralæknar fyrir skjaldbökur (2 álit)

í Gæludýr fyrir 19 árum, 1 mánuði
Er einhver hér sem veit um góðan dýralæknir með samvisku sem mundi fara í kringum lög íslands og deyða ekki skjaldböku sem kæmi í skoðun? Mig vantar að komast með bökuna mína til læknis en ég þori ekki þar sem samkvæmt lögum ætti hún að vera svæfð undir eins… Er einhver hérna sem hefur reynslu af dýralækni sem hægt er að treysta? Ég mundi ekki lifa það af ef dýralæknir mundi svæfa bökudúlluna mína… :S:S
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok