Lucky e. Alice Sebold Margir muna kannski eftir bókinni The Lovely Bones (Svo fögur bein) eftir sama höfund, en sú bók er einmitt ástæðan fyrir því að ég las Lucky.

Lucky fjallar um hluta út ævi Alice, hún byrjar á nákvæmri lýsingu af hrottalegri nauðgun sem Alice var fyrir þegar hún var að byrja í háskóla. Það er mjög átakanlegt að lesa þetta og ekki fyrir viðkvæma. Sagan heldur áfram í gegnum líf Alice, þegar hún fer á sjúkrahús eftir nauðgunina, skýrslutökur hjá lögreglu og hvernig álit fólks á henni breytist við þennan atburð. Hvernig fólk lýtur á hana sem skemmda vöru sem maður ætti að varast.

Við fylgjumst með ferlinu frá því að hún sér árásarmanninn aftur einn, fylgjum henni í gegnum réttarhöldin og heyrum af skelfilegum atburði sem gerist eftir þau.

Ég hvet alla til að lesa þessa bók, hún er góð innsýn í líf þeirra sem hafa verið nauðgað eða misnotaðir. Bókin, verð ég að viðurkenna, getur verið hálf leiðinleg á köflum, með löngum köflum um hluti sem manni finnst kannski ekki skipta máli, en þá verður maður að hugsa að þetta er reynslusaga Alice, ekki skáldsaga, hún getur því miður ekki breytt sögu sinni.

Þess má geta að Lucky er nýkomin út á íslensku undir titlinum Heppin.
Just ask yourself: WWCD!