Ég gerði þessa fyrst fyrir afmælið mitt á seinasta ári og hún sló í gegn, ég efast ekki um að einhver geri svipaðar uppskriftir en þessi kom upp í kollinum á mér, ekki úr uppskriftabók. :)

1 púðursykurmarens
1 lítill rjómi
1 askja jarðaber
2 öskjur bláber
2 kíví
önnur ber svo sem brómber og fl. ef þau líta vel út í búðinni
klasi af vínberjum (má sleppa)

Kvöldið áður en á að bera fram skaltu þeyta rjómann og setja hann á marensinn svo hann nái að blotna.

Rétt áður en á að bera kökuna fram skaltu skera jarðaberin, kívíin og vínberin í hæfilega bita.

Svo skaltu setja öll berin ofan á kökuna.



Þetta er rosalega gott og auðvelt að gera, púðursykurinn og ávextirnar blandast saman og gera rosa gott bragð. Einnig er þetta ekki jafn þungt í maga og flestar rjóma marenskökur.

Njótið vel
Just ask yourself: WWCD!