Ég er svo bitur. Var búinn að bíða eftir þessum leik í marga mánuði. Talda dagana í Desember þegar að leikurinn átti að vera að fara að koma, varð mjög fúll þegar að ég sá allt í einu 120 daga. Spilaði Morrowind mikið og hlakkaði svo til að fá leikinn, keypti hann svo á föstudaginn og installaði og startaði honum. Horfði á vidjóið sem að setti spennu/velsemdar tilfinninguna í hámark en uppgötvaði svo að mig vantaði nýtt grafík kort, hafði ætlað að kaupa mér en gleymt því. Ég fúll.