Mizzeeh er nú orðinn stjórnandi hér á /Sorp, og ég verð að segja að ég er ekki hissa.
Ekki vegna þess að Mizzeeh sé sá hæfasti í verkið, nei, nei…Heldur vegna þess að ég er búinn að vera að fylgjast með honum.
Sumir hafa kannski hugsað ‘Hei, af hverju kom kertaljos svona skyndilega, og er nú öllum stundum hérna’ og þeir hafa eflaust svarað sjálfum sér ‘hann hefur fundið ljósið:)’.
En það er ein stór lygi, vegna þess að ég er njósnari frá Pentagon.
Þegar að ég kom hérna inn í þetta verkefni var mér sagt að tveir væru grunaðir um valdarán og aðra slæma glæpi, Mizzeeh og Gellan123.
Eftir nokkra rannsókn komst ég að því að Gellan123 var alls-saklaus enda ekki fær um að fremja slíka glæpi vegna þess að hún er Blondeeh.
Þá var komið að Mizzeeh.
Það fyrsta sem að mér fannst grunsamlegt við hann var að hann var alls ekki mennskur heldur var hann kanína.
Þess vegna varð ég ekki hissa þegar að ég sá nafnið hans ekki á anti-kanínulistanum.
Það næsta sem að ég tók eftir var að hann var í reglulegum samskiptum við JReykdal og Haddaa, og varð ég meira en lítið hissa þegar ég sá Haddaa akandi um á 16milljón króna Ferrari.
Ég fattaði þetta ekki alveg fyrst, fannst líklegast að hann hefði bara fundið hann, Þangað til að ég sá JReykdal í gullþyrlu, fljúgandi um Reykjavík.
Þá var ég viss um að þeir hefðu farið saman útí fjárfestingar og keypt gamalt tyggígúmmí fyrirtæki og gert það upp, en hafði ég rétt fyrir mér þá? Ó nei.
Það var ekki fyrr en að ég hugsaði aftur um að Mizzeeh væri kanína, að ég fattaði þetta. ‘Kanínur eru þekktar fyrir heimsyfiráðsplön, það hefur Bunny (\_/) sýnt fram á.
———————————————————–(O. o)
———————————————————–(> <)
Og hvaða staður er betri til að byrja en sorpið? Margir, því að maður á að byrja á botninum.
Fyrstu viðbrögð mín þegar að ég fattaði þetta, voru að sjálfsögðu að ganga í Anti-kanínu klúbbinn til að reyna búa til mótstöðu gegn honum.
Ég hef einnig komist að öðrum slæmum hlutum um Mizzeeh, til dæmis hefur hann ítrekað reynt að stöðva útbreiðslu Darth-Bob saganna vegna þess að, eins og allir vita, byggja þær á raunverulegum atburðum, og hann gæti orðið næsta umfjöllunarefni.
Einnig hefur hann haft samband við mörgæsirnar og er búinn að fá þær með sér í lið, sorparar, passið ykkur á þeim.
Mörgæsarlagið var greinilega ekki nóg til að standast mútur Mizzeeh.
En hver getur áfellst mörgæsirnar þar sem að Mizzeh hefur blekkt okkur öll.
Og nú síðast hefur hann búið til þennann fréttakork til að reyna að heilaþvo okkur en meira í gegnum vansa og Dabba1337
Hann hefur þegar útbúið stærri her en Bandaríkjaher og geimverur frá Area-51, sem að Pentagon hefur svo lengi reynt að halda leyndum , eru gengnar til liðs við hann.
Þannig að ráð mitt er, ef að þið getið ekki sigrað óvininn, gangið til liðs við hann. (nema að óvinurinn sé kind, þeim getur maður ekki treyst)
Ég ætla bara að vona að Doritos-Mafían, Færeyska-Mafían, Skilaboðaklúbburinn, Kanínuklúbburinn, Darth-Bob grúppíur og Mafía Sorpsins standi ennþá gegn honum sameinaðar. Ég vona að þið gerið ykkur grein fyrir þeirri fórn sem að þessi frétt er, með því að senda hana inn er ég að henda frá mér starfi mínu hjá Pentagon og fá þá á eftir mér. Ég varð bara að gera fólki grein fyrir hættunni. Orðspor Pentagon verður ekki metið upp á mannslíf.


Kertaljos,
Fyrrverandi Njósnari frá Pentagon.