Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

fugl
fugl Notandi frá fornöld 35 ára karlmaður
362 stig
„Ef þú smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig.“

Re: Gyðingar á Íslandi

í Tilveran fyrir 13 árum, 6 mánuðum
Samkvæmt gyðingdómi er samt enginn sannur gyðingur nema að móðir hans/hennar sé gyðingur, þess vegna hefur alldrei verið neitt trúboð fyrir gyðingdóm og samfélag gyðinga eins lokað og það e

Re: Ættum við að vera hrædd?

í Tilveran fyrir 13 árum, 6 mánuðum
jamm, las þetta seinna, gleymdi bara að bæta því við og viðurkenna mistök mín

Re: Ættum við að vera hrædd?

í Tilveran fyrir 13 árum, 6 mánuðum
sennilega sömu 8 mínútur og það tekur fyrir ljósið að koma hingað frá sólu

Re: keyra með foreldrum

í Tilveran fyrir 13 árum, 6 mánuðum
tjahh, pabbi sagði við mig einhverntíman stuttu eftir að ég fékk prófið að honum fyndist hann öruggari með mér í bíl en flestum öðrum og það fannst mér mikið komandi frá manni sem er búinn að vinna sem vörubílstjóri í yfir 20 ár. mamma kvartaði einu sinni yfir aksturslagi mínu, það var daginn sem ég varð 17 ára sem var svo sem skiljanlegt. svo er hún rosa mikið fyrir að vara mig við hálku þegar ég er að fara að keyra, jafn vel þó svo að ég hafi keyrt ófáar ferðir á 49 tonna æki um allt land...

Re: Útvarp

í Bílar fyrir 13 árum, 6 mánuðum
það er hægt að fá millistykki milli orginal tengjanna á flestum bílum yfir í standard euro-tengi, mun snyrtilegri frágangur en að klippa vírana og splæsa saman og þá er líka einfalt að nota tækið í næsta bíl ef fólk vill

Re: Ömurlegir skyndibitastaðir

í Tilveran fyrir 13 árum, 6 mánuðum
þá tekur þú það fram þegar þú pantar, ferð ekkert á veitingarstað sem hefur minnsta hundsvit á því að nautakjöt á ekki að vera eyðilagt með ofeldun og hneikslast á því að það sé ekki eyðilagt.

Re: Ömurlegir skyndibitastaðir

í Tilveran fyrir 13 árum, 6 mánuðum
að sjálfsögðu er borgarinn ekki eldaður í gegn, þú eyðileggur nautakjöt með því að elda það allveg, það verður þurrt, seigt og ógeðslegt, gæti allt eins beðið um að fá skósóla á milli brauða eins og að vilja fá hamborgarann brúnan í gegn

Re: Ford viðgerð

í Bílar fyrir 13 árum, 7 mánuðum
þú ert í raun að tala um að herða út í almennt á skálabremsum, handbremsur á bílum með diskabremsur að aftan eru svo yfirleitt litlar skálar inni í disknum, svo að þá er maður bara að herða út í handbremsuna held þú vitir nákvæmlega hvað ég meina, er að reyna að skýra út fyrir öðrum hvað þú ert að tala um :P

Re: Skák

í Húmor fyrir 13 árum, 7 mánuðum
þú hefur væntanlega ekki áttað þig á því að þetta er sennilega besta staðan fyrir byssuna að því gefnu að svertinginn er rétthentur og ætli sér að víkja frá mögulegu hnífaoti með því að standa upp og stíga til hliðar er það?

Re: reykingar

í Tilveran fyrir 13 árum, 8 mánuðum
hvurslags kjaftæði er það að segja að nikótín tyggjó sé ekki slæmt fyrir heilsuna? nikótínið í því er alveg jafn slæmt fyrir heilsuna og hvað annað nikótín, þrengir æðarnar alveg jafn mikið og allt það, veit ekki með munninn, en það svíður samt mikið þegar maður leggur það undir tunguna eða við tannholdið og alveg jafn vont að kyngja munnvatninu með það uppí sér eins og þegar það fer að leka úr lummunni hjá manni en já, með að reykja og taka í vörina, ég hef verið reyklaus í tvö ár núna en...

Re: Endurskoðun

í Bílar fyrir 13 árum, 8 mánuðum
hvað er það sem er ennþá að bílnum? sumar athugasemdir eru það litlar að þú færð fulla skoðun þrátt fyrir þær, held þú megir fá tvö stig (það er hakað í reiti merktir 1, 2 og 3), ef þetta er t.d. bara hak í reit 1 þá færðu fulla skoðun, annars er endurskoðunargjaldið ekki nema einhver 2000 kall minnir mig, en sektin 15 þúsund svo að það er betra að fara með hann í skoðun og fá annan grænan, því að þú færð pottþétt nýjan grænan ef þú færð ekki fulla skoðun því að þú ert búinn að gera við...

Re: Apple products are for morons

í Tilveran fyrir 13 árum, 8 mánuðum
ef ég skil þig rétt þá áttu við söguna hvernig ég fór yfir í mac, hún er stutt og laggóð ég fór í skóla sem kenndi á mac tölvur og það voru fyrstu skólatölvur sem ég hef komist í tæri við sem var aldrei vesen á, svo stuttu seinna gaf gamla dell fartölvan mín upp öndina og ég sló til og keypti mér mac, sé ekki eftir því, enda eftir að hafa vanist henni þá hentar hún mér bara mikið betur í það sem að ég geri dags daglega

Re: Apple products are for morons

í Tilveran fyrir 13 árum, 8 mánuðum
jæja já, þú ætlar að vera þver, þú ræður því hvort þú trúir mér eður ei, ætla ekki að fara að rífast við þig hér, eins og ég sagði áður, mér er slétt sama hvort þú notar windows eða mac, hinsvegar er alveg sama hvað þú þenur þig, þú færð mig ekki til að fara aftur úr mac yfir í windows

Re: hvað kosta felgur?

í Bílar fyrir 13 árum, 8 mánuðum
getur fengið felgur á partasölum á skít, stálfelgur eru ódýrastar, passaðu þig bara að vera með rétta stærð, rétta breydd og rétta gatadeilingu fyrir bílinn sem þú ert með því að það er breytilegt milli bíla

Re: Apple products are for morons

í Tilveran fyrir 13 árum, 8 mánuðum
en segðu mér þá eitt, af hverju í fjandanum er það sama á hvaða stóru auglýsingastofu sem þú kemur inn á í heiminum, ekki bara íslandi, heldur í heiminum, sérðu eplið út um allt? gæti það verið af því að þetta eru fyrirtæki sem nota tölvurnar í það eitt að vera í margmiðlunarvinnslu og nota því þær tölvur sem henta því best, enda fátt sem hægt er að gera í þeim til að fokka þeim upp? fyrir mína parta þá fíla ég það að geta gert minna í tölvunni minni, ég get gert allt sem ég vill gera í...

Re: Hnakkaógeð

í Tilveran fyrir 13 árum, 8 mánuðum
bíddu, þrettán ára var ég farinn að fara sjálfur á hjóli niðrí bæ úr kópavoginum, fór í rútu til frænda míns út í sveit, var að keyra traktora nánast allt sumarið með stóra vagna aftaní, lék mér að því að ýta heyrúllum ef þær voru fyrir, stökk í og úr traktorum á ferð og margt fleyra sem ég myndi banna litlu systur minni að gera :P hvað er málið með fólk í dag, við sem erum orðin svolítið eldri gerðum margt á þessum aldri sem krakkar í dag þora ekki :P

Re: Apple products are for morons

í Tilveran fyrir 13 árum, 8 mánuðum
öll forrit sem eru industry standard í grafískri hönnun, myndvinnslu, kvikmyndavinnslu og þess háttar eru hönnuð fyrir mac og svo gefin út á windows líka, áttar þig á þessu þegar þú ferð að skoða shotcut takkana í þessum forritum í mac annarsvegar og windows hinsvegar, öll shortcut liggja mikið betur við í mac útgáfunum. já, og eitt stærsta klippiforrit í dag er Final Cut Pro, en það kemur einmitt frá Apple og trúðu mér, sá sem er vanur því að vinna á mac tölvu getur farið með mynd í gegnum...

Re: reykingar

í Tilveran fyrir 13 árum, 8 mánuðum
veistu það að allt þetta nikótínlyfjadót er drasl, þetta er bara sölutrikk og ekkert annað, hjálpar manni ekkert að losna við fíknina, heldur fær maður sitt nikótín bara öðruvísi. ég er núna hættur að reykja, en tek í vörina, finnst það alls ekkert skárri kostur, eiginlega verri ef eitthvað er, en það bara hentar alls ekki því starfi sem ég vinn að reykja. en já, hef núna marg oft reynt að hætta (að taka í vörina þá núna), en alltaf skortað ástæðuna, ég nefnilega get ekki „réttlætt“ það að...

Re: reykingar

í Tilveran fyrir 13 árum, 8 mánuðum
ef að þú reykir 1-4 sígarettur á dag þá ertu alls ekki orðinn háður, treystu mér, sem einstaklingur sem er enn háður tóbaki eftir að hafa langað að prufa og langað að kunna að reykja, hættu þessu áður en þú verður háður, því að það er algjört helvíti að hætta þegar maður er virkilega orðinn háður, er búinn að reyna marg oft og á eftir að reyna oftar. án þess að vera eitthvað leiðinlegur við þig, spurðu þá bara hvern sem er sem er búinn að reykja í nokkur ár eða meira hvort að viðkomandi sjái...

Re: Helmingi meira

í Tilveran fyrir 13 árum, 8 mánuðum
og þess vegna er 3000 helmingi meira en 2000, helmingi meira=heildin plús helmingur af heildinni, það er helmingi meira en 1000 er þá 1000+(1000/2)=1000+500=1500

Re: Meira Toy Story

í Kvikmyndir fyrir 13 árum, 9 mánuðum
Einn STÓR galli við Toy Story 3 sem ég saknaði rosalega, en það var að það vantaði orginal soundtrack í hana, eitthvað sem gaf fyrstu myndinni rosalegan karakter, man ekki hvernig það var í mynd númer 2 en mynd númer 3 sárlega vantar orginal soundtrack, það var af og til inn í henni You Got a Friend in Me, en annars bara ekkert, stór galli!

Re: Hringtorg!

í Tilveran fyrir 13 árum, 9 mánuðum
málið er ekki endilega að hægja á sér í hvert skipti, málið er að haga aksturshraða sínum þannig að maður passi inn í bilin sem myndast alltaf milli bíla, er ekki bara að segja að þú eigir að horfa í kringum þig og hugsa um hvað þú ert að gera, heldur allir, hringtorg eru sem dæmi mjög einföld, ég hef í það minnsta aldrei lent í veseni og fer þau ansi oft á bílum sem eru að nálgast 20 metra að lengd án vandræða, fólk á sínum litlu fólksbílum hlýtur að geta gert það líka hef reyndar að vísu...

Re: Hringtorg!

í Tilveran fyrir 13 árum, 9 mánuðum
maður á helst ekki að stoppa í hringtorgum, ökumenn á báðum hringjum torgsins eiga að haga aksturshraða þannig að þeir komist klakklaust á milli hvors annars án þess að stoppa, hefði mögulega verið gott hjá þér að slaka á og fara fyrir aftan hann, kostar þig auka 10 sek eða svo, ekki sniðugt að vera alltaf að heimta þann rétt sem þú átt í umferðinni því að það getur kostað slys þegar hinir telja sig líka í rétti og ætla að gera slíkt hið sama

Re: Hringtorg!

í Tilveran fyrir 13 árum, 9 mánuðum
bara svona smá ábending, veit ekki hvort hún eigi við í þessu tilfelli, en innri hringur á réttinn á bíl í ytri hring sé hann við miðjan bílinn (í ytri hringnum) eða framar svo er líka annað sem margir virðast ekki átta sig á, en það er að það er ekki leyfilegt að skipta um akrein í hringtorgi, það á bæði við í torginu sjálfu og á leið út úr því, sem sagt, bíll á innri hring á engan rétt á bíl á ytri hring ef að tvær akreinar eru út úr torginu og sá á innri ætlar beint á þá hægri, hef marg...

Re: Er ég ein um þetta eða ?

í Tilveran fyrir 13 árum, 10 mánuðum
sko, það sem allir virðast vera að misskilja hérna er að alhæfing er ekkert slæmt dæmi, sem dæmi er ég að alhæfa með að segja „Allir sem heita Jón eru karlkyns“, ekkert slæmt þarna, alhæfing er bara að segja að eitthvað eitt eigi við um alla, eða alla innan ákveðins hóps, það kemur skoðunum fólks eða hvað það meinar ekkert við, svo jú, hún var að alhæfa, jafnvel þó svo að hún segist ekki hafa verið að gera það, það segir okkur einna helst það að hún virðist ekki vita hvað alhæfing er Bætt...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok