Einnig getur McLaren ekki fengið stig til heimsmeistarakeppni bílasmiða. Mbl Alþjóðaakstursíþróttasambandið (FIA) ákvað í kvöld að færa spænska heimsmeistarann í formúlu-1 kappakstri, Fernando Alonso, aftur um fimm sæti þegar ræst verður í kappakstrinum í Budapest í Ungverjalandi á morgun. Lewis Hamilton, liðsfélagi Alonsos í McLaren-Mercedes liðinu, ræsir þess í stað fremstur en Alonso ræsir í 6. sæti. Þá ákvað FIA, að McLaren-Mercedes fái engin stig fyrir kappaksturinn á morgun í...