Ég ákvað að smella einni grein hingað af gefnu tilefni og vona að einhver geti hjálpað mér.

Ég Bý útá landi og hef spilað Cs:S í nokkur ár með hléum og hef aldrei lennt í veseni út.
Þannig er mál með vexti að ég var semsagt bannaður útaf smá laggi og ég held að næstum hver sem er geti orðið admin á Simnet

Áðan var ég að spila og skyndilega byrjar stjórnandi að væla í mér með Console hann vældi í mér í þónokkra stund um að laga ping ég lét það ekki á mig fá og hélt bara áfram að spila afþví að ég vissi að þetta var rugl því ég var með sirka 70 í ping.

Þá byrjaði þessi stjórnandi eða Rcon að sparka mér í sífellu og alltaf joinaði ég aftur. þá fór hann að segjast ætla að banna mig. Og það endaði með því að ég varð bannaður.

TILHVERS ER PUPLIC EF EKKI ALLIR GETA SPILAÐ

Jújú ég skil hversu pirrandi lagg getur verið T.d þegar útlendingar koma á serverinn með 300 í ping og ég skil afhverju þeim er sparkað og jafvel bannaðir en anskotinn hafi það að banna fólk með 70 í ping er bara fáránlegt og ég tek það fram að ég var ekki með neitt sem keyrir í backround og hægir á ég er einfaldlega ekki með bestu tengingu í heimi .

Ég vona innilega að það verði breytingar.

Hvað finnst ykkur ?