Ætla að koma hérna með tvær greinar um tvö lið sem að ég stjórnaði á sama tímabili, stjórnaði semsagt báðum í einu.

Ég er vanur að taka við liðum sem er spáð frá 8-16 sæti og ná top7 með þeim en ég ákvað að spila með tvem uppáhaldsliðunum mínum sem að eru Arsenal á Englandi og Sampdoria á Ítalíu, næst tek ég líka þýsku deildina og Stuttgart vegna þess að ótrúlegt en satt hélt ég með þeim frá æsku vegna brennandi fótboltaáhuga í fjölskyldunni minni og þar halda allir með stuttgart svo að ég hélt í hefðina.

En jæja, nóg um það hérna ætla ég að koma með grein um hvernig mér gekk með Arsenal.



Eins og ykkur öllum er kunnugt þá byrjaði ég á því að velja Arsenal og þar var sagt mér að markmiðið væri að berjast um titilinn og það var spáð mér í 4.sæti deildarinnar vegna þess að árið áður hafði Arsenal endað í því fjórða undir stjórn Frakkans Arsene Wenger. Ég ákvað að byggja liðið upp á ungum mönnum aðallega og þetta byrjaði í Júlí 2006 en patchinn var búinn að updatea það að Ronaldo fór til Milan og að Beckham fór til liðs í bandaríkjunum.

Ætla að byrja á að sýna ykkur kaupin á tímabilinu 2006/2007 en ég fékk u.þ.b. 10m til að nota:

INN

7.7.06 Anthony Vanden Borre 2.2m frá Anderlecht … Vanden Borre D RC - DM - WB R - M RC er fæddur 1987 og er í byrjunarliðinu hjá mér og spilaði 34 leiki í allt á tímabilinu, meðaleinkun 7.15

20.7.06 Igor Akinfeev 8m frá CSKA Moscow … Akinfeev GK er fæddur 1986 og er í byrjunarliðinu hjá mér og spilaði 34 leiki í allt á tímabilinu, meðaleinkun 6.85

23.7.06 Nani 6m frá Sporting CP … Nani AM RLC er fæddur 1986 og er í rotation systeminu, spilaði 24 leiki í allt á tímabilinu, meðaleinkun 6.92

8.8.06 Gareth Bale 2.8m frá Southampton … Bale D L - WB L er fæddur 1989 og er í rotation systeminu, spilaði 14 leiki í allt á tímabilinu, meðaleinkun 6.86

19.8.06 Serginho Greene 3.6m frá Feyenoord … Greene D RC - DM er fæddur 1982 og er í byrjunarliðinu, spilaði 30 leiki í allt á tímabilinu, meðaleinkun 7.00

16.12.06 Hossam Ghaly frítt frá Tottenham … Ghaly M C er fæddur 1981 og er varamaður (backup), spilaði 7 leiki í allt á tímabilinu, meðaleinkun 6.29

1.1.07 Aron Gunnarsson 50k frá AZ Alkmaar … Gunnarsson AM C er fæddur 1989 og er keyptur fyrir framtíðina (hot prospect), spilaði engan leik.

1.1.07 Erik Edman 4.4m frá Rennes … Edman D L - WB L er fæddur 1978 og er notaður í rotation systemið, spilaði 6 leiki í allt á tímabilinu, meðaleinkun 7.00

1.1.07 Bakari Sagna 6.25m frá Auxerre … Sagna D RL - WB RL er fæddur 1983 og er notaður í rotation systemið, spilaði 5 leiki í allt á tímabilinu, meðaleinkun 6.60

1.1.07 Joey Barton 7.5m frá Manchester City … Barton DM er fæddur 1982 og er notaður í rotation systemið, spilaði 3 leiki allt tímabilið, meðaleinkun 7.00

1.1.07 kerlon 4m frá Cruzeiro … Kerlon AM - F C er fæddur 1988 og er keyptur sem framtíðarleikmaður, spilaði 3 leiki allt tímabilið og meðaleinkunin var 6,67

17.1.07 Scott Phelan 1m frá Everton … Phelan AM RC er fæddur 1988 og er keyptur sem framtíðarleikmaður, spilaði engan leik allt tímabilið

22.1.07 Nicolae Dica 3.1m frá Fulham … Dica AM LC - FC er fæddur 1980 og er keyptur sem maður fyrir rotation systemið, spilaði 6 leiki, meðaleinkun 6.83

ÚT

Henti Mart Poom, Jay Simpson, Ryan Garry, Kieran Gibbs, James Dunne og Vito Mannone á free transfer vegna þess að þeir voru bara fyrir.

29.7.06 Mathieu Flamini 2.6m til Palermo … Flamini DM er fæddur 1984 og var seldur vegna þess að ég hafði ekkert við hann að gera í liðinu, vegna fjölda miðjumanna og vegna þess hversu há laun hann vildi. Hann spilaði 36 leiki með Palermo og fékk 6.78 í meðaleinkun

4.8.06 Manuel Almunia 950k til Sampdoria … Almunia GK er fæddur 1977 og var seldur vegna þess að Sampdoria vantaði markmann en ég var búinn að kaupa Igor Akinfeev sem að er vægast sagt með mun betri tölur en Almunia. Almunia spilaði 32 leiki og var með 6.88 í meðaleinkun.

9.8.06 Gilberto Silva 10m til Chelsea … G.Silva DM er fæddur 1977 og var seldur vegna þess að mig vantaði pening og vegna þess að ég var við það að festa kaup á Serginho Greene sem að fyllti mjög vel í skarðið hans Gilbertos þrátt fyrir minni kostnað. Hann spilaði 26 leiki með Chelsea og meðaleinkunin hans var 7.38

1.1.07 Emmanuel Adebayor 7.5m til Lyon … Adebayor ST er fæddur 1984 og var seldur vegna þess að mig vantaði pening og vegna þess að ég var með nægan fjölda af mönnum sem gátu fyllt í skarðið hans. Adebayor spilaði 9 leiki með Arsenal og fékk 6.89 í meðaleinkun, svo spilaði hann 7 leiki með Lyon en fékk aðeins 6.57 í meðaleinkun.

1.1.07 Justin Hoyte 250k til West Ham … Hoyte D RL er fæddur 1984 og var seldur vegna þess að hann átti enga framtíð fyrir sér hjá Arsenal, tölurnar hans eru lélegar og hækka mjög sjaldan og hann spilaði 7 leiki með West Ham og fékk 6.71 í meðaleinkun og svo var honum hent í varaliðið og hann spilaði ekki aftur með West Ham, núna er hann á Free Transfer.

1.1.07 Gael Clichy 1.3m til Liverpool … Clichy D L - WB L er fæddur 1985 og var seldur vegna þess að hann átti enga framtíð fyrir sér hjá Arsenal, sérstaklega ekki þar sem að ég var með Gallas og nýbúinn að fá Erik Edman. Clichy spilaði 16 leiki með Liverpool og fékk 7.06 í meðaleinkun.

12.1.07 Aliaksandr Hleb 7.5m til Inter … Hleb AM RC er fæddur 1981 og var seldur vegna þess að það voru of margir hægri kantarar og miðjumenn í liðinu og hann náði ekki fyrsta liðs sæti. Hann spilaði 13 leiki með Inter og fékk 7.08 í meðaleinkun og hann spilaði 8 leiki með Arsenal og fékk 7.00 í meðaleinkun

31.1.07 Jens Lehmann 1.8m til Werder Bremen … Lehmann GK er fæddur 1969 og var seldur vegna þess að ég var með 2 markmenn fyrir utan hann og hann vildi byrja inná svo að ég neyddist til að selja hann. Hann spilaði 6 leiki með Arsenal og fékk 6.83 í meðaleinkun, svo spilaði hann 19 leiki með Werder Bremen og fékk 7.26 í meðaleinkun þar.

Þetta voru öll kaupin og allar sölurnar tímabilið 2006/2007 svo í sumarglugganum 2007/2008 er ég búinn að selja Toure, Van Persie, Ljungberg og Gallas en er kominn með Julio Baptista, Dani Alves, Belluschi, Ustari, Ponzio og Gourcuff sem eru allir ungir og góðir/efnilegir.

En nóg um það, maður búinn að gera heila ritgerð um leikmannaskiptin :p allavega þá kem ég mér beint að tímabilinu til að hafa þetta ekki ooooof langt.

Champions League:

Qualifying Round 3

3-0 Dinamo AWAY
0-0 Dinamo HOME

3-0 samtals

Champions Group F

1.Arsenal —– 11stig +8mörk
2.Dynamo Kiev - 8stig +1mark
3.Lyon ——– 7stig -1mark
4.Kobenhavn —- 3stig -8mörk

16liða úrslit

3-1 Olympiakos AWAY
2-0 Olympiakos HOME

5-1 samtals

8liða úrslit

Þá var það Liverpool, ég vann fyrri leikinn 1-0 á útivelli en hefði átt að vinna 2/3-0. Svo í seinni leiknum á heimavelli mínum var staðan 1-1 á 93min og þá kemur hornspyrna og enginn annar en Jose Reina (sem kom með l'pool í sóknina augljóslega) skýtur boltanum í stöngina og út beint á Carragher sem að skorar og Liverpool vinna á mörkum skoruðum á útivelli

1-0 Liverpool AWAY
1-2 Liverpool HOME

FA CUP:

64liða úrslit

4-0 Torquay HOME

32liða úrslit

3-0 Morecambe HOME

16liða úrslit

Týpískur leikur sem að maður sækir og sækir, skorar og svo heldur maður áfram að sækja og sækja en nær bara ekki að skora mark og svo koma þeir á 80min og 85min og klára leikinn með 2 skyndisóknum og getiði hver fær man of the match? MARKMAÐURINN ÞEIRRA hversu böggandi er það?

1-2 Middlesbrough AWAY
1-2 Middlesbrough AWAY

League Cup:

32liða úrslit

5-0 Northampton HOME

16liða úrslit

2-1 Everton AWAY

8liða úrslit

Aftur Liverpool, þeir eru alltaf fyrir manni. Þetta var mjög jafn leikur, 52%possession hjá mér, 10 skot á markið en þeir bara 5.

1-3 Liverpool HOME

————————————————

Hérna er bikara kaflanum lokið, náði í top8 í League Cup, top16 í FA Cup og Top8 í Champions League.

Þá var það bara að einbeita sér aðallega að deildinni, ég með lang yngsta liðið en meðalaldurinn inná vellinum var oftast á milli 22 ára - 24 ára.

Premier League:

2-2 Charlton AWAY
2-2 Everton AWAY
3-1 Newcastle HOME
3-1 Watford HOME
2-0 Wigan AWAY
2-2 Man City HOME
2-0 Fulham HOME
0-1 Middlesbrough AWAY
3-0 Reading HOME
3-1 Sheff Utd AWAY
2-0 West Ham HOME
1-2 Liverpool AWAY
4-2 Chelsea HOME
2-0 Bolton HOME
0-3 Man Utd AWAY
1-1 Aston Villa HOME
1-1 Tottenham AWAY
1-0 Blackburn AWAY
4-0 Portsmouth HOME
3-0 Charlton HOME
4-3 Everton HOME
4-1 Fulham AWAY
1-1 Watford AWAY
2-0 Wigan HOME
2-0 Man City AWAY
4-3 Middlesbrough HOME
0-3 Reading AWAY
4-0 Sheff Utd HOME
3-2 Newcastle AWAY
1-1 West Ham AWAY
3-2 Liverpool HOME
0-3 Chelsea AWAY
0-0 Tottenham HOME
3-1 Man Utd HOME
3-1 Aston Villa AWAY
1-1 Bolton AWAY
2-0 Blackburn HOME
3-0 Portsmouth AWAY

Þetta er kannski ekki mjög skýrt en þetta var barátta á milli Arsenal og Manchester allan tímann, eftir c.a. 15leiki var taflan svona:

1.Man City
2.Man Utd
3.Arsenal
4.Chelsea
5.Liverpool

Svo gátu Man City ekki haldið áfram sigurgöngu sinni og duttu neðar og neðar svo að í endan þá var deildin svona:

1.Arsenal —- +40mörk 81stig
2.Man Utd —- +35mörk 80stig
3.Chelsea —- +44mörk 77stig
4.Liverpool – +28mörk 71stig
5.Man City — +14mörk 70stig

16.Reading — -21mark 42stig
17.Wigan —– -12mörk 37stig
18.Blackburn - -24mörk 30stig
19.Fulham —- -28mörk 30stig
20.Watford — -36mörk 27stig

Stjórnin hæstánægð með mig þar sem að markmiðið var að ná meistaradeildarsæti og “keep the clubs honour in cup competitions” eða eitthvað álíka.

Takk fyrir mig, svo á morgun eða hinn eða þegar að ég nenni kemur önnur samskonar grein um Sampdoria (án allra gallanna sem eru í þessari sem að ég vona að þið eigið eftir að benda mér á í commentunum ykkar um hvernig ég dominataði ítölsku deildina með Sampdoria án þess að vinna deildina)

Kveðja, Ívan