Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Glósur eða heimildir um Engla Alheimsins og fordóma gegn geðsjúkum?? (22 álit)

í Skóli fyrir 19 árum, 3 mánuðum
hæhæ Ég er í 10. bekk og á að skila ritgerð um Engla Alheimsins, bæði með bókmenntalegu og vísindalegur ívafi. Ég ætla mér að skrifa um að fordómar gagnvart geðsjúkum hafi minnkað í gegnum tíðina. En ég er búin að leita mikið en finn ósköp lítið um þetta efni. Mig vantar til dæmis eins og úrræði sem notuð hafa verið í dag, eins og að opna umræðuna, koma geðsjúkum út á vinnumarkaðinn og heimildir í þessum dúr. Og bara allt sem dettur í hug, sem tengist þessu á einhver hátt…. ÞIGG ALLT ;) En...

BESTA SOJASÓSA Í HEIMI!!! (0 álit)

í Matargerð fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Þessari sojasósu hérna mæli ég eindregið með. Allir sem hafa smakkað hana svo ég viti til hefur fundist hún mjög góð ef ekki æðisleg. Ég skil bara ekkert í verslunum og heildsölunni sem flytur hana inn, að auglýsa hana ekki betur, því hún fæst ekki alls staðar. Þessi ljúffenga sojasósa heitir “CONIMEX KETJAP MANIS SWEET INDONESIAN SOY SAUCE” svo ég hafi það nú alveg nákvæmt. Munurinn á henni og öðrum sojasósum er að þessi er mun sætari á bragðið. Þessi sojasósa fæst í Hagkaupum, samt ekki...

Ítalía er æðisleg!! (2 álit)

í Ferðalög fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Ég fór til Ítalíu í júní í sumar. Ég var þar í þrjár vikur og var dvölin æðisleg. Síðan ég kom frá Ítalíu hef ég verið heltekin af landinu. Hitinn þar var mjög fínn, ekki of heitt eins og á Spáni. Ísinn þarna var einnig æðislegur. Menningin var þvílík og frábært að fá að ganga á brú sem var til þegar Jesús gekk hér á jörð! Ég var á Rimini og fór í ferð til Feneyja, sem var ómissandi. Í feneyjum fórum við í ferð á gondóla og sáum húsið sem Marco Polo bjó í. Markúsarkirkjan var einnig glæsileg...

hann Jói.. :P (1 álit)

í Fuglar fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Ég á lítinn Gára sem heitir Jói… reyndar kom í ljós að hann er kona svo að best er að kalla hana Jóu :p en ég sá hann í búðinni fyrir sirka ári og ég bara VARÐ að kaupa þennann fugl, hann er svo fallegur á litinn…. ég fékk leyfi fyrir honum… og hann er svo gæfur og skemmtilegur og frekur að það hálfa væri nóg :p en ég var að pæla hvort að það sé erfitt að kenna svona fuglum að tala , ég meina, þarf eitthvað að klippa undir tunguna á honum eða eitthvað eins og ég heyrði einhversstaðar ? :s...

Bull og vitleysa (6 álit)

í Skóli fyrir 20 árum
Ég er í 9. bekk í Hlíðaskóla og það sem á eftir kemur finnst mér mjög pirrandi. Það er að eins og í flestum unglingadeildum þurfum við að fara á milli stofa eftir hvern tíma og þegar við loksins komum á áfangastað ( því eftir að byggt var við skólann er hann algjört völundarhús!!!) þá er kannski ekki tíma. Við erum aldrei látin vita ef það er ekki tími, heldur þurfum vð að bíða í svona 10-15 mínútur ef enhver kennari er veikur og þá fer loksins einhver upp á skrifstofu ( og það tekur...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok