Já, sumir sem eru mjög gáfaðir vilja kannski fara í iðnskólann eða á listabraut. Maður þarf ekkert að fara á náttúrufræðibraut bara af því maður er gáfaður …
Ég veit að það er MJÖG erfitt að hætta alveg að borða nammi. Ég hef reynt það. Taktu frekar lítil skref, byrja á því að borða bara nammi um helgar og bara lítið. Svo bara á laugardögum. Á endanum hefurðu ekki lyst á nammi því líkaminn er óvanur því og þér verður illt í maganum … Þetta virkaði vel hjá mér en svo er ég núna að vinna á hóteli núna og fæ alltaf góðan og óhollan mat og kökur :S það er ekki hægt að standast það …
Við hvað ertu að vinna? Þú verður að reyna að slaka á í öxlunum þegar þú ert að vinna. Maður fær líka vöðvabólgu ef maður andar vitlaust. Ef þú ert með mikla vöðvabólgu er gott að fá sér hitapoka og setja á öxlina, slakar mjög á. Það er hægt að búa til svona hitapoka með því að búa til taupoka og setja hrísgrjón inní. Hita svo í örbylgjuofni.
Alltaf þegar ég sé góða grein hrósa ég fyrir hana … eiginlega flestar greinar nema þær séu bull Mér finnst að allir ættu að gera það í staðin fyrir að nöldra alltaf svona
Queen - Mother Love … síðasta lagið sem Freddie Mercury tók upp. Hann samdi það sjálfur um að hann væri að gefast upp (dó úr AIDS). “I'm a man of the world and the say that I'm strong But my heart is heavy, and my hope is gone …” Svo eru líka The Show Must Go On og No-one But You um Freddie en þau eru ekki nærri því eins sorgleg …
Skilur einhver þetta? Ég fann 7 orð í þessarri setningu sem voru rétt skrifuð (er, og, I, am … ekki hægt að klúðra þessum. Reyniði að skrifa allavega skiljanlega!
Picking up the pieces … alveg fáránlega léleg mynd! Þetta er gömul mynd sem ég og vinir mínir fundum á videóleigunni bara af því þetta var fyndið nafn …
Ég er að vinna á hóteli í miklu auðveldari vinnu og ég fæ helmingi meira en í unglingavinnunni. Þar sem ég á heima er best borgað á landinu en samt eru allt of fáir í unglingavinnunni, t.d. bara 1 í 10. bekk. Það vill enginn vinna þar þegar það er hægt að vinna annarsstaðar.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..