Ég er að læra á þverflautu. Ég spila líka annað slagið á blokkflautu (treble og tenor), hljómborð, gítar, munnhörpu, kínverska trommu og fleiri asnaleg hljóðfæri. Ég á þverflautu (ástina mína hann Díómedes :D), hljómborð, munnhörpu, kínverska trommu og skrítna þver-blokkflautu sem ég fann í búð úti í Króatíu, hjá hasspípunum ;). Auk þess er ég með í láni kassagítar með biluðum pikköpp hjá pabba mínum.