Ég held að þetta passi helst hérna á þessu áhugamáli, er samt ekki viss.

Allavega langaði mig að vita hvort það er einhver hérna sem hefur áhuga á rúnum og sögu þeirra á Íslandi. Ég hef mikinn áhuga á þessu og líka þessum tíma, galdrabrennurnar og það allt. Það er örugglega eina tengt sögu sem ég hef áhuga á og samt er ekkert talað um þetta í sögu sem maður lærir í skólanum :(

Ég hef því miður aðallega fundið efni um rúnir á ensku þegar ég leita á netinu og lítið af góðum bókum um þetta (ég bý úti á landi svo ég hef kannski ekki aðgang að miklu á bókasöfnum) Það er bara svo erfitt að lesa um eitthvað svona á ensku þar sem þetta er kannski ekki orðaforði sem maður notar venjulega.

Vitið þið hvar ég get lesið meira um þetta efni á Íslensku?