Það væri samt fínt að geta kannski bætt við korkinn, stundum svarar maður sjálfum sér og segir hvað maður gerði vitlaust, eða segir að maður sé búinn að fá nógu mörg eins svör við spurningunni. Þá sér það enginn því það eru svo margir sem nenna ekki að skoða öll svörin. Þá væri þægilegra að geta bætt við upphaflega textann. En ég er alveg sammála að margir hérna gætu ekki ráðið við að hafa edit-takka. Svo skiptir ekki það miklu máli þótt fólk geri villur, svo lengi sem maður skilur hvað...