Það er eitt lag á Rain Dogs sem heitir Time og er eitt af uppáhaldslögunum mínum :D Ástæðan er að þegar ég var lítil og varð óróleg spiluðu foreldrar mínir þetta lag til að róa mig :) Svo þegar ég heyrði þetta í fyrra mundi ég ekki eftir því, en kannaðist samt við það og fannst það æði! Skrítin tilfinning … Ég hef eitthvað hlustað á Rain Dogs og mér finnst það flott, maður er bara smá stund að venjast honum …