Ég sit hér inn á baðherberginu og hugsa um hversu heimskur ég er. Hvað var ég að hugsa þegar ég fór inn á Hverfisbarinn, ég vissi vel að hún væri þarna. Ég vissi að hún ætlaði að fara þangað með vinkonum sínum. Ég ræð ekki við svitann. Hitinn hér inni er óberilegur, líklega 100°, ég er eins og steikt kótiletta. En það er ekki séns í helvíti að ég fari út, ég verð að láta þetta á mig fá. Ég veit vel að það er einhver frammi, ég er ekki heyrnarlaus þótt ég sé heimskur. Ég heyri öskrin, „Ég mun...