Uppbygging á /handbolti Heil og sæl.

Það má vel vera að þetta sé efni í kork en þar sem ég vil að sem flestir sjái þetta, set ég þetta í greinar.

Já þannig er mál með vexti að áhugamálið /handbolti hefur verið inactive í alltof langan tíma. Ég ætla að gera mitt besta til að hjálpa samfélaginu, en ég þarf ykkar hjálp góðu hugarar.

Handboltinn á Íslandi hefur vaxið og dafnað á seinustu árum. Íslenska karla landsliðið hefur náð árángri sem fólk dreimdi ekki einu sinni að tala um fyrir fáeinum árum. Þetta er einmitt rétti tíminn til að reisa þetta samfélag frá rústum. Handbolta áhugi íslendinga hefur aldrei verið meiri.

Kæru notendur. Ég hvet ykkur hér með að senda inn greinar, kannanir, myndir eða jafnvel korka - það er það sem áhugamálið þarf. Stöðugt streimi nýrra efna mun koma okkur útút erfiðunum!!