Jæja, þar sem það hefur ekki komið grein inn á /handbolti frá 3.júní 2008 ákvað ég að skrifa smávægilega grein um leikreglurnar sem gilda í Íslenskum handbolta. Ég ætla að fara í einföldustu hluti handboltans og vonast ég eftir því að þetta hjálpi byrjendum að skilja leikinn betur.

Ég ætla að byrja á því að fara yfir völlinn: Leikvöllurinn er 40m langur og 20m breiður. Á sitthvorum endanum er svo mark, 3 metra breitt og 2m á hæð - Inn í markinu er svo net, sem kemur í veg fyrir að boltin skjótist úr markinu þegar á markið er skotið. 6 metrum fyrir framan markið er markteigur (betur þekkt sem 6m línan). Varnarmenn mega ekki verjast innan þessarar línu og sóknarmenn mega ekki stíga inn fyrir hana.

9 metra frá markinu er svo aukakast línan, sóknarmenn verða að vera fyrir utan þessa línu þegar tekið er aukakast. Varnarmennirnir verða hinsvegar að bakka alveg niður á 6 metra línuna. 7 metrum frá markinu er svo vítalínan en þar eru vítin tekin. Þegar tekið er víti má táin ekki snerta línuna og má ekki hreyfa tánna þegar skotið er á markið.

Nú held ég að það sé kominn tími á að ég fari yfir mest basic hlutina.Leiktími: Leiktími fyrir öll lið 16 ára og eldri er 2x 30 mínútur og er hálfleikur yfirleitt 10 mínútur.

Skref: Leikmaður hefur aðeins 3 skref.

Tvígrip: Leikmaður má ekki dripla boltanum, grípa hann og dripla honum svo aftur. (A.T.H. - Fyrsta snerting á bolta er talið sem grip.)

Fótur: Boltinn má ekki snerta líkamspart fyrir neðan hné.

Leikleysa: Leikleysa er dæmd ef sóknarliðið tefur, eða ógnar ekki á mark andstæðingsinns. Dómarinn lyftir hönd sinni til að gefa merki um að leikleysa verði dæmd ef sóknarliðið fari ekki að skjóta á markið.

Innkast: Þegar tekið er innkast verður löppin að vera staðsett á hliðarlínuni.

Ruðningur: Ef varnarmaður er búinn að taka sér stöðu (Þ.e.a.s. er kjurr) og sóknarmaður hleypur á hann, er dæmdur ruðningur.

Ég ætla ekki að hafa þetta lengra. Ég vona að þið lærðuð eitthvað á þessu og að þið skiljið handboltan betur fyrir vikið. Ég hef hugsað mér að koma með ýtarlegri grein, sem væri þá meira vönduð inn á þetta áhugamál og vona ég að fleiri fylgi eftir!