Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Nýtt Íslenskt útgáfufyrirtæki. (27 álit)

í Íslensk Tónlist fyrir 16 árum, 5 mánuðum
Record Records ehf. er splunkunýtt íslenskt útgáfu- og dreifingarfyrirtæki. Markmið fyrirtækisins er að vera sanngjarnt gagnvart listamönnum í stað þess að vera sama svínið og meirihluti íslenskra útgáfufyrirtækja og vinna því mikið með listamanninum og hugsa um hag beggja aðila en ekki bara að græða. Record Records er með mjög öfluga dreifingu á Íslandi og er alltaf til í að vinna með skemmtilegum hljómsveitum. Útgáfan er einnig að fara af stað og geta hljómsveitir og listamenn sem hafa...

Fyrsta breiðskífa Lödu Sport komin út! (20 álit)

í Íslensk Tónlist fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Gott fólk Fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar Lada Sport kom út 9. júlí 2007. Platan er gefin út af Geimsteini og ber hún heitið Time and Time Again og inniheldur 11 frumsamin lög. Fyrsta smáskífa plötunnar, Love Donors, var í spilun á íslenskum útvarpsstöðvum síðasta sumar en önnur smáskífan er í spilun núna og er í 1. sæti á Coke Zero lista Reykjavík FM. Á plötunni fær Lada Sport til liðs við sig góða gesti. Þórð Hermannsson á selló, Margréti Soffíu Einarsdóttir á fiðlu, Gísla Stein...

10 bestu plötur gullaldarinnar! (Mitt mat!) (56 álit)

í Gullöldin fyrir 20 árum, 2 mánuðum
1. Led Zeppelin - III Þessi diskur er náttúrulega ekkert annað en snilld, auðvitað get ég ekki sagt annað þar sem að þetta er uppáhaldshljómsveitin mín. En þessi diskur er meistaraverk, hann inniheldur nokkur frægustu lögin þeirra: Immigrant song, Since I´ve been loving you og svo uppáhalds Zeppelin lagið mitt, Celebration day. 2. Deep Purple - Machine head Mér finnst ekki létt að velja á milli þessa disks og III með Led Zeppelin, þessi diskur er nefnilega ótrúlega kraftmikill og hraður,...

Draumasettið mitt... (65 álit)

í Hljóðfæri fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Ég hef séð að fólk hefur verið að skrifa um drauma hljóðfærið sitt þannig að ég hugsaði afhverju ekki að vera aðeins ófrumlegur og skrifa um það sama og allir hinir :) Já ég er að tala um Ludwig Amber Vistalite 5-Piece Reissue… Þetta er settið sem að hinn mikli John Henry Bonham trommari Led Zeppelin notaði á The Song Remains The Same tónleikunum árið 1973. Stærðirnar á trommunum eru rosalegar… 26“ x 14” bassa tromma 14“ x 10” tom tom 16“ x 16” og 18“ x 16” floor toms 6-1/2“ x 14”...

Ensími (5 álit)

í Rokk fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Hljómsveitin Ensími, sem er að mínu mati besta Íslenska hljómsveitin í dag var stofnuð árið 1996. Það voru þeir Jón Örn Arnarson og Hrafn Thoroddsen sem stofnuðu hljómsveitina, Hrafn syngur núna í dag í hljómsveitinni og spilar á gítar, en Jón Örn, yfirleitt kallaður Jonni, er nýhættur í hljómsveitinni en hann spilaði á trommur og er sá efnilegasti hér á landi í dag. Fyrsti diskur þeirra félaga var gefinn út árið 1998, en það var diskurinn Kafbátamúsík, hann inniheldur 10 lög og 2 af þeim...

Úlpa komnir með heimasíðu.... (3 álit)

í Rokk fyrir 20 árum, 8 mánuðum
jæja… nú er Hafnfiska indie rokk hljómsveitin Úlpa komnir með heimasíðu á veraldarvefinn, Hún hefur verið í solldið langan tíma í vinnslu. Fyrst áttu einhverjir gaurar að gera hana og man ég síðast að hún átti að koma 17. júní árið 2002. Svo var ég alltaf að bíða og bíða, þar til ég hafði samband við trommara hljómsveitarinnar og bauðst til að búa til eitt stykki heimasíðu fyrir þá og þeir tóku því þannig að ég gerði hana. Og ég mæli bara með að allir kíki á heimasíðuna og kynni sér...

Deep Purple (25 álit)

í Gullöldin fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Deep Purple voru einir af þeim sem byrjuðu á harða rokkinu. Lögin Black night, Hush, Child in time og Smoke on the water eru þau lög sem mætti segja að hafi ollið þessum gríðarlegu vinsældum sem Deep Purple fékk í Bretlandi og Ameríku. Þeir eru nýbúnir að fagna 25 ára afmæli sínu og þeir eru ennþá á fullu. Hljómsveitin innhélt þá..: Ian Gillan (söngur) Roger Glover Ian Paice (trommur) Steve Morse (gítar) Don Airey (hljómborð… (man ekki rétta orðið)) Hljómsveitin byrjaði árið 1968 undir...

Rokk.is að loka??? (9 álit)

í Rokk fyrir 21 árum, 1 mánuði
Jæja gott fólk. Ég vill nú bara segja fólki það að það er verið að loka rokk.is vegna peningaleysis hjá rekendum. Svona hljóðaði tilkynningin um lokunina á spjallborði rokk.is: Vegna þess að ekki hefur tekist að fá aðila til að auglýsa á síðunni og vegna þess að hýsingarkostnaður er svo hár neyðumst við til að loka síðunni á morgun. Ef einhver veit um mjög ódýra hýsingu eða þekkir einhverja í markaðsdeildum fyrirtækja sem hugsanlega vilja auglýsa á svona vef þá má viðkomandi senda póst á...

Topp 100 gítarleikarar (VINSÆLUSTU!) (151 álit)

í Hljóðfæri fyrir 21 árum, 2 mánuðum
- - TOPP 100 GÍTARLEIKARAR - AÐ MATI LESENDA TOTAL GUITAR - - Þetta er topp 100 VINSÆLUSTU gítarleikarar Total Guitar “allra tíma”. Kosið af þúsundum lesenda Total Guitar og gítarleikurum sjálfum. 1 Jimi Hendrix 2 Jimmy Page 3 Eric Clapton 4 Slash 5 Brian May 6 Joe Satriani 7 Eddie Van Halen 8 Dave Gilmour 9 Kirk Hammett 10 Steve Vai 11 Carlos Santana 12 James Hetfield 13 Tom Morello 14 Kurt Cobain 15 Mark Knopfler 16 Zakk Wylde 17 Gary Moore 18 Jeff Beck 19 Stevie Ray Vaughan 20 Angus Young...

John Henry Bonham - Trommuguðinn (29 álit)

í Gullöldin fyrir 21 árum, 3 mánuðum
John Henry Bonham ”The power behind the magic” John Henry Bonham, kallaður bonzo fæddist 31. May 1948 Redditch, Worchestershire. Foreldrar hans hétu Jack og Joan, hann átti tvö yngri systkyni sem hétu Michael og Debbie. Sem smábarn lék hann sér að glamra á pottana og pönnurnar sem mamma hans átti, þar kom í ljós hvað hann vildi gera í framtíðinni. Hann eignaðist fyrsta snerilinn sinn 10 ára og um 15 ára átti hann heilt trommusett. Þegar hann var 17 ára giftist hann Pat, sem hann hitti á...

Led Zeppelin (33 álit)

í Gullöldin fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Bresku rokksnillingarnir í Led Zeppelin hafa gefið út 18 diska, fyrsti diskurinn þeirra kom út í janúar 1969, hann heitir ekki neitt en 8 af þessum diskum eru safndiskar. Áður en hljómsveitin hét Led Zeppelin þá bar hún nafnið Yardbirds. Led Zeppelin komu hingað til Íslands og trilltu upp Laugardalshöllina árið 1969. Hérna er listi yfir alla diskana og útgáfutími þeirra: 1. Led Zeppelin (janúar 1969) 2. II (október 1969) 3. III (október 1970) 4. IV (Untitled) (nóvember 1971) 5. Houses of the...

Led Zeppelin (20 álit)

í Músík almennt fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Áströlsku rokksnillingarnir í Led Zeppelin hafa gefið út 18 diska, fyrsti diskurinn þeirra kom út í janúar 1969, hann heitir ekki neitt en 8 af þessum diskum eru safndiskar. Áður en hljómsveitin hét Led Zeppelin þá bar hún nafnið Yardbirds. Led Zeppelin komu hingað til Íslands og trilltu upp Laugardalshöllina árið 1969. Hérna er listi yfir alla diskana og útgáfutími þeirra: 1. Led Zeppelin (janúar 1969) 2. II (október 1969) 3. III (október 1970) 4. IV (Untitled) (nóvember 1971) 5. Houses of...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok