Ensími Hljómsveitin Ensími, sem er að mínu mati besta Íslenska hljómsveitin í dag var stofnuð árið 1996. Það voru þeir Jón Örn Arnarson og Hrafn Thoroddsen sem stofnuðu hljómsveitina, Hrafn syngur núna í dag í hljómsveitinni og spilar á gítar, en Jón Örn, yfirleitt kallaður Jonni, er nýhættur í hljómsveitinni en hann spilaði á trommur og er sá efnilegasti hér á landi í dag. Fyrsti diskur þeirra félaga var gefinn út árið 1998, en það var diskurinn Kafbátamúsík, hann inniheldur 10 lög og 2 af þeim eru örugglega þeirra vinsælustu, en það eru lögin Arpeggíator og Atari, flestir segja þennan disk einnig vera þann besta sem þeir hafa gert, og var hljómsveitin valin efnilegasta sveitin og lagið Atari besta lagið á Íslensku Tónlistarverðlaununum árið 1998. Næsta haust, semsagt árið 1999 byrjuðu þeir á nýrri plötu, hún mun hafa heitið BMX, hún var unnin af Steve Albini, allavega af mestum hluta, en hann er mjög þekktur fyrir að hafa unnið með hljómsveitum eins og Nirvana og Pixies. Platan fékk góðar viðtökur en ekki alveg jafn góðar og við Kafbátamúsík en þeir voru allavega búnir að sýna það að þeir voru komnir til að vera og núna luku þeir samstarfi sínu við útgáfufyrirtækið Dennis sem hafði gefið út Kafbátamúsík og BMX og starfa þeir nú sjálfstætt.

Allir meðlimir hljómsveitinnar hafa orðið þekktir með öðrum hljómsveitum, þá sérstaklega þeir Hrafn og Jonni, en þeir voru í Jet Black Joe. Franz er helst þekktur fyrir að vera í Quicksand Jesus, In memoriam og Dr. Spock. Guðni hefur spilað með Magga Stína, Funkstrasse og Lhooq, og núverandi trommarinn Arnar sem nýkominn er í sveitina hefur spilað með Stolíu og Súrefni svo dæmi má nefna en ekki þekki ég fortíð hljómborðsleikarans Kristins.

Árið 2002 kom svo út þriðja plata Ensími, hún ber einfaldlega nafnið Ensími og inniheldur 13 lög. Ensími segja sjálfir að þetta sé besta plata þeirra. Þeir eru búnir að gera myndband við eitt lag af plötunni, en það er við lagið Brighter og eru þeir að vinna við annað myndbandið sem á að vera við Tito.

Meðlimir Ensími eru:
Hrafn Thoroddsen - Söngur/gítar
Guðni Finnsson - Bassi
Franz Gunnarsson - Gítar/Söngur
Arnar Gíslason - Trommur
Kristinn Gunnar Blöndal - Hljómborð