Ég held að ég skilji þig, þú ert semsagt búin að kaupa þér meik fyrir andlitið á þér og kannt ekki að nota það. Í fyrsta lagi, ertu með rétta litinn, er meikið í sama lit og húðin á þér? Í öðru lagi þá notar maður bara svona litla svampa, hefur þá raka og notar þá til að dreifa meikinu jafnt yfir allt andlitið. Best er að nota náttúrulegt ljós eins og sólarljós sem lýsingu þegar þú ert að láta það á, þá ætti þetta að koma jafnt. En næst þegar þú sendir inn kork, útskýrðu með íslenskum stöfum...