Hæ öllsömul

Ég heiti Seselía enn er kölluð Sessa af flestum sem þekkja mig , Ég vinn sem gatari á Tattoo og Skart. Ég hef farið inn á þessa siðu annaðslagið og finnst rosalega gaman af því hvað umræðan um götun hefur aukist. Ég hef unnið sem gatari i 3 ár núna.Ég hef rekist á það að það er hellings áhugi fyrir því hér á landi að læra þetta fag? Ég ætla hér að segja ykkur frá nokkrum kostum og ókostum þess að vera gatari á Íslandi. Sem gatari ert þú í raun og vera allt í allt á stofunni, það getur verið brjálað að gera hjá þér, svara í símann, gefa fólki tíma í tattoo sinna kúnnannum sem er á stofunni og síðan að sinna mínum eigin kúnnum og stundum getur skapast öngþveiti á stofunni. Það er ekkert mikið af göturum i fullri vinnu við þetta hvorki hér né erlendis það er bara ekki nógu mikið að gera. Flestir vinna 2 daga i viku. Það er rosalega erfitt að læra þetta og það er ennþá erfiðari að fá vinnu við þetta og ef þú færð vinnu við þetta þá ert þú á skítalaunum fysta árið. Ég veit um stelpu sem var að læra þetta í Danmörku og hún var með 2000 kall á dag í laun. . Markaðurinn er frekar lítill og það er svo margir að gera þetta. Allar tattoostofurnar, margar snyrtistofur og hellingur af fólki heima hjá sér..Það hefur tekið mig rúm 3 ár að byggja upp kúnnahóp minn sem er mjög stór ídag og ef þig langar þetta nógu mikið þaft þú að leggja helling á þig. Og best er að fara erlendis að læra þetta.Enn það er alveg þess virði :) Þegar ég byjaði var kannski 1-2 göt per dag og það var frekar rólegt i þessu þá það var helst að það komu e-h túristar í hópum að það var e-h almennilegt að gera eða utanbæjafólk. Þegar ég var búin að vera að þessu i 2 ár þá var þetta komið upp í ca 5 á dag, Ídag getur þetta verið nonstop vinna marga klt. í senn. Ég ætla að reyna lýsa venjulegum degi hjá mér. Við opnum klukkan 11 og fljótlega eftir það er oftast fyrsti kúnninn minn komin þá tekur við að kanna aldur og segja frá helstu atriðin varðandi því gati sem hún/hann er að fá. Síðan tekur við að fá kúnnann til þess að slaka á, stundum er svo brjálað að gera að ég get ekki sinnt öllum eins vel og ég vildi. Oftast gengur allt eins og í sögu enn ekki alltaf. Stundum er kúnninn alveg rosalega stressaður og er kannski ekkert búin að borða og þá er hætta á yfirliði. Ég er kannski að fá 2-5 kúnna á viku sem lidur yfir. Stundum blæðir alveg endalaust úr sumu fólki og sumt fólk er rosalega erfitt í samskiptum. Það er ekki hægt að gera öllum til geðs sama hvað þú reynir. Ég er stundum svo andlega búin eftir daginn að mig langar helst að hætta í vinnunni enn svo mæti ég næsta dag og það kemur alveg yndislegur kúnni inn og ég steingleymi að mig langaði að hætta. Ég er ekkert rosalega vinsæl hjá öllum vegna þess að ég vísa öllum frá sem ekki er með aldur eða eru ekki með leyfi og getur það skapað að sumt fólk finnst ég vera “fífl”. En götun er ekkert sérlega vinsælt hjá eldra fólki og finnst mörgum þetta vera ljótt , það er fullt af fólki þarna úti sem mundi kæra mig fyrir að gata börnin sín og mundi ég þá i kjölfarið verða atvinnulaus sem mig langar reyndar ekki að verða.. Ein ástæðan af mörgum fyrir að ég byrjaði að vinna við þetta er að mér fannst fólk ekki vera að fá það sem það var að borga fyrir, það voru svo mörg göt sem mér fannst bara ekki vel gerð. það er ekki alltaf hægt að gera alveg þráðbeint gat eða alveg perfect gat enda spilar vaxtarlag og húð inní og hvernig það er hugsað um það, enn það er hægt að gera eins vel og hægt er, ég var að sjá naflagöt alveg uppá maga og göt i vör sem var bara ekkert i miðju og langaði mig að gera þetta betur leggja meira metnað í þetta, ég fékk alveg rosalega áhuga á að gera þetta flott sama hvernig kúnninn leit út, reyna að vísa engum fá þrátt fyrir útlit eða vaxtalag. Og stundum getur ánægður kúnni alveg bjargað vikunni hjá mér. Það er málið að það er ekki hægt að ætlast til þess að fá e-h fullkomið það er bara ekki til. Fullkomin vinna er ekki til, fullkominn laun er ekki til, fullkominn vinur er ekki til, það er bara ekkert fullkomið. R er bilað á laptopnum mínum og það er alveg að gera mig gráhærða að leiðrétta allt saman ,ekki einu fartalvan mín er fullkomin
Málið er að tækla þetta allt án þess að hætta hafa gaman af þessu öllu.
Kveðja Seea
