Sleeping with ghosts Nýji Placebo diskurinn “Sleeping With Ghosts” kom út 24.mars. Hann er pródúseraður af Jim Abbiss (UNKLE & DJ SHADOW). Ég er svo ótrúlega heppin að vera búin að verða mér út um þennan disk og ég get sagt ykkur það kæru hugarar að þetta er einn frábærasti diskur sem að ég hef hlustað á. Reyndar finnst mér Without you I´m nothing ennþá besti Placebo diskurinn.. en samt ég er ekki alveg viss, ég hef náttúrlega hlustað á Without you I´m nothing miklu lengur þannig að ég veit alveg hvað mér finnst um hann, en ég er bara búin að hlusta á Sleeping With Ghosts nokkrum sinnum svo að ég veit ekki alveg hvort að skoðun mín á honum sé endanleg. Jæja, þetta er allavega frábær diskur.

Þessi diskur inniheldur 12 stórglæsileg lög.

1. Bullet Proof Cupid
2. English Summer Rain
3. This Picture
4. Sleeping With Ghosts
5. Bitter End (fyrsti síngúllinn)
6. Something Rotten
7. Plastecine
8. Special Needs
9. I'll Be Yours
10. Second Sight
11. Protect Me From What I Want
12. Centrefolds

Laga uppröðunin á síðustu þremur diskum hefur verið svolítið svipuð.. þá sérstaklega á Without you I´m nothing og Black market music. Fyrsta lagið á þeim diskum eru svona svolítið svipuð (en samt alls ekki.. þið fattið hvað ég er að fara?) Pure morning og Taste in men. Lag númer tvö er rock, Brick shithouse og Days before you came. Lag númer þrjú eru slagarar, You don´t care about us og Special K. Og svo framvegis, auðvitað eru öll þau lög sem eru númer það sama á diskunum svipuð.. en það er svona megin atriði uppröðuninnar sem er búin að vera lík í gegnum diskana hjá þeim. Þeir eru að reyna að skapa einhverja stemmningu og persónulega finnst mér diskarnir hjá þeim mjög vel og skemmtileg uppraðaðir. En núna er það öðruvísi, það er líka allt öðruvísi stemmning á þessum disk.. miklu tilfinninga meiri og svona mistíríus :)

Tíminn sem fór í að gera þessa plötu var mun styttri en áður hjá þeim, þeir vildu prófa eitthvað nýtt, fara aðrar leiðir. Auðvitað voru þeir búnir að vera með hugmyndir af eitthvað af þessum lögum í kollinum í langan tíma en sjálfur tíminn í stúdíóinu var mun styttri en áður.

Með því að blanda sama Jim Abbiss og Placebo þá fær maður eiginlega svona 40% electronískt og 60% rokk, þetta er svo rosalega skemmtileg blanda.. sjálf er ég
mikið fyrir raftónlist en hef samt alltaf verið aðeins meira fyrir rokk, þannig að þessi diskur er alveg draumur fyrir mig..
En núna ætla ég aðeins að segja ykkur hvað mér finnst um lögin..

1. Bullet Proof Cupid
Þessi diskur byrjar á hörku flottu rokki. Þetta er instrumental lag og alveg ótrúlega Placebo-legt. Þótt að Placebo hafi prófað ýmislegt í gegnum árin þá hefur samt alltaf haldist þessi flotti, rokkaði en þó draumkenndi stíll á tónlist þeirra.. það skín alveg einstaklega vel í gegn í þessu lagi.

2. English Summer Rain
Í þessu lagi kemur nýji rafræni stíllinn þeirra fyrst í ljós, ógeðslega flott. Ég þurfti reyndar að hlusta oftar enn einu sinni á þetta lag til þess að koma auga á töfrana á bak við það, en núna þá get ég varla slökkt á því.

3. This Picture
Eitt uppáhalds lagið mitt á disknum, minnir mig svolítið á Pixies þegar það er að byrja.. en svo er það ekkert Pixies-legt þannig séð, bara Placebo-legt. Í viðlaginu er svona eins og það sé tölvuleikur í bakgrunninum, eða það er svona tölvuleikja hljóð tíhíh skemmtilegt :) Ógeðslega grípandi lag, “We know we miss her, we miss her picture”!! :)

4. Sleeping With Ghosts
Titil-lagið. Mjög rómantískt finnst mér, byrjar mjög fallega og fuck hvað Brian Molko syngur vel.. bassalínan finnst mér sérstaklega flott í þessu lagi. Rafrænt og seiðandi.. þetta er svo flott að ég held að ég sé að fara að gráta.. Ég sé alltaf fyrir mér þegar maður keyrir í gegnum Reykjavík að nóttu til, þegar allt er dimmt og maður sér svona borgarljósin.. “soulmates never die..”

5. Bitter End
Eitt uppáhalds Placebo lagið mitt, ekki bara af disknum heldur bara yfir öll Placebo lögin… reyndar á meðan ég er að hlusta á nýja diskinn þá get ég einhvern veginn ímyndað mér að það séu til flottari lög en lögin á þessum disk.. En allavega, þetta er svona eina lagið á þessum disk sem getur kannski talist vera svona “old school” Placebo lag. Rokk, skemmtilegt píanó líka… einhver af ykkur hafa væntanlega heyrt þetta lag, svolítið verið að spila það á Rás 2 og Radio X.

6. Something Rotten
Veit ekki alveg hvað ég get sagt, þetta er held ég bara rafrænasta og eitt dulafyllsta lagið á disknum. I just want to make luuuv all night long :P Einhver DJ shadow áhrif í þessu lagi, kannski pínu björk? … æj þið dæmið um þetta sjálf, þetta er náttúrulega bara það sem að mér finnst um þennan disk..


7. Plastecine
Í þessu lagið sér maður svolítið greinilega að Placebo túruðu með My vitriol í einhvern tíma. Gítarinn er mjög My vitriol-legur, rosalega flottur. Röddin hans Brians Molko er samt eitthvað svo svöl í þessu lagi.. eins og eiginlega öllu.. en mér finnst þetta samt kannski “minnst besta” lagið á disknum :) En mér finnst það samt gott, má það? Já auðvitað… Placebo er svo frábær hljómsveit, það yrði bara frábærasta ef að þeir myndu láta sjá sig á Hróarskeldu. Eða þá að við gætum fengið þá til landsins.. það kostar 3,6 milljónir að fá þá til landsins.. og ef þið viljið sjá nákvæmar útreikninga á kosnaðinum, miðaverði, auglýsingakostnaði og fleira.. farið þá á bloggið hans Guðjóns sem er btw mesti placebo aðdáandi sem að ég veit um.. (www.plazebo.blogspot.com).

8. Special needs.
Þetta er svolítið Black marketí.. finnst mér, en samt ferskt. Mjög glæsilegt lag “just nineteen”!!! - Mig langar að leggja mig í skýjunum þegar að ég hlusta á þetta lag, horfa á stjörnurnar og láta mig dreyma.. Þetta er eitt af þessum lögum sem að ég fæ gjörsamlega á heilan, eða ég væri með það á heilanum ef að ég væri ekki með Bitter end svona gjörsamlega fast í hausnum á mér. Í alvöru sko ég get ekki gert neitt, þetta er svo gjörsamlega búið að líma sig inní heilan á mér.. sem er ekkert slæmt í sjálfu sér
bara svolítið erfitt að halda uppi samræðum og sofa.

9. I'll Be Yours
Þetta er líka eitt af flottustu lögunum. Flottur taktur.. jé beibí. “I´ll be your water bathing you clean”. Þetta lag er fínt dæmi um dularfullleikan á þessum disk. Gott lag til þess að njóta ásta með :P

10. Second Sight
Rokk, geðveikar trommur. Þessi hljómsveit er svo uppfull af hæfileikum, mig langar að vera eins og þeir! “walk away to save your face”. Líka old school placebo lag :) Vá þetta er svo flottur diskur að þiiiið verðið að redda ykkur honum.

11. Protect Me From What I Want
Það er svo skemmtilegt við þennan disk að þeir spila mellódíur sem að þeir myndu venjulega á gítar, með öðrum hljóðfærum.. nota .t.d. mikið píanó sem að mér þykir rosalega skemmtilegt því að ég gjörsamlega elska píanó, svo flott og tignarlegt hljóðfæri. Mjög flott lag, æj þetta er allt svo flott og mistíríuss…

12. Centrefolds
Þetta er Burger queen lagið á þessum disk. Það er uppáhalds lagið mitt á Without you I´m nothing.. og þetta er svo sannarlega uppáhalds lagið mitt á þessum disk. Rosalega flott píanó spil, vel sungið..maður fer í svo skrítna stemmningu við að hlusta á þetta lag, heimurinn verður allt öðruvísi. Ég man þegar að ég var að keyra með kærastnum mínum um daginn, við vorum að fara að leigja spólu og það var snjókoma.. við vorum að hlusta á þetta lag og það var eins og það hægðist á öllu, allt varð svo mjúkt í kringum mann.. dularfullt, einlægt og maður sá allt í nýju ljósi.. allt eitthvað svo fallegt, já kallið mig artí fartí en ég vona að ykkur eigi eftir að líða eins við að hlusta á þetta, alveg yndislegt þegar að tónlist fer svona með mann.. Þetta er tilgangur tónlistar að mínu mati, láta manni líða vel, horfa framhjá vandamálum .. þetta léttir á manni. Eitt fallegasta lag í heiminum.

Svona horfi ég á diskinn, þetta á samt alveg örugglega eftir að breytast eitthvað.. en ég held að ég sé samt komin með nokkuð góða tilfinningu fyrir disknum. Ég vona að ykkur eigi eftir að lítast jafn vel á þennan disk að mér..
Stöndum saman og fáum Placebo til landsins, það yrði algjör draumur :)