Margliðan er: 3x^2 - 12x + 12. Þú sérð að hægt er að deila í gegn með þremur, þ.e. þrír gengur upp í alla stuðlana. Þá má taka þann þátt út fyrir sviga og þú færð: 3(x^2 - 4x + 4). Þetta er stærsti þáttur sem þú getur tekið út fyrir sviga. Til að fullþátta þetta þarftu að reyna að þátta restina í tvo sviga. Þar sem þetta er öfug ferningsregla má hugsa margliðuna á þessu formi: x^2 - bx + (b/2)^2, þar sem b/2 er sá stuðull sem koma þarf í svigana sem þú ert að fara að þátta í. Augljóst er,...