Ég myndi ráðleggja þér að gefa henni tíma og skilning. Fósturlát getur tekið mjög á andlega. En þar sem ég þekki hana ekki, þá get ég ekki alveg dæmt, en lýsingarnar sem þú gafst á henni gætu hljómað örlítið, eins og um þunglyndi gæti verið að ræða. Einkenni þunglyndis eru m.a. þau að kynlífslöngun dvínar. Ég hef nokkra trú á henni. Hún væri varla að flytja inn með þér og segjast elska þig, ef hún hefði ekki áhuga á þér! Eða hvað? Gefðu henni bara tíma og sjáðu svo til.