Ok
Mér finnst eins og hausinn á mér sé að springa.
Það er stelpa sem ég er mjöög hrifinn af og búinn að vera það lengi. Loksins í einu partíi hafði ég nógan kjark til að tala við hana og viti menn við vorum saman allt partýið að tala og kysstums. Við töluðum bæði um hversu lengi við vildum tala við hvort annað og eitthvað og að við yrðum að hittast.
Daginn eftir þá hitti ég hana með fleirum en allt í einu kem ég ekki upp orði og veit ekki af hverju en ég veit ekkert hvað ég átti að gera eða segja. Þannig ég fór án þess að segja neitt og núna er ég búinn að vera hérna heima í fjóra daga og veit ekkert hvað ég á af mér að gera. Ég get ekki einbeitt mér, mig langar ekki að gera neitt og það er ekkert sem kemst inn í hausinn á mér en hún.
Plís hjálpið mér að finna lausn á þessu ég þoli þetta eki lengur.
Postartica check it!