Þegar ég fékk að vita að föðurafi minn væri dáinn, mamma vakti mig klukkan fjögur um nóttina og ég bara vissi að hann væri farinn og brotnaði saman… þurfti svo að vera ein heima með litlu systur minni, sem var ennþá sofandi, mamma þurfti að fara uppá spítala til pabba, hann hafði setið hjá afa mínum og haldið í hönd hans þegar hann dó. Svo þegar ég var sex ára vaknaði ég eina nóttina við að heyra mömmu grátandi frammi í stofu, systir hennar hafði hringt í hana frá Danmörku og sagt henni að...