Ég er reyndar sammála, en tjah, það væri í lagi að hafa stig á greinum, væri fínt að hafa það á öllu samþykktu efni. Svona einkunnarkerfi gæti orðið misnotað líka, ef manni líkar ekki við manneskjuna myndu sumir alltaf gefa 0, eða hæstu einkunn ef þetta væru vinir. Bara sleppa öllu svona kerfi, á efni sem ekki þarf að samþykkja allaveganna. Ég sé ekkert að því að gefa stig fyrir könnun, eða grein, kannski ekki myndir… En já, þetta er bara mín skoðun.