Þegar hún er köld og blaut og mikið rok og maður er að gera eitthvað úti (t.d. bera út), þá er hún hryllingur. En ef það er lítið rok, smá kuldi, og maður fer bara út til að gera ekki neitt, þá er hún æði. Eins og rigningin seint í gærkvöldi, hún var æði, ég hefði viljað fara út í hana, nennti þvíekki. Samt eitt sem ég hata við rigningu, að vera í of miklum fötum, þá verður maður blautur. Best þegar það er ekki kalt og maður ferábolnum eða eitthvað, það er kósý.