Jæjajæja… Þetta verður fremur spes umræða, og ég hvet ykkur til að skrifa eitthvað líkt og ég hérna í skoðanir. Hvaða sorpurum hafið þið kynnst vel, og hvað hafa þeir sorparar gefið ykkur, hverjir eru kostir þess sorpara? Eða bara… er að tala um hugara yfirhöfuð ^^ Endilega gerið eitthvað svipað og ég! Skrifið eitthvað fallegt um þá sem þið hafið kynnst í gegnum huga :)

Verður líklega væmin umræða, en þannig er það bara. Ég vonast til að fá svör frá ykkur þarsem þið segið hverjum þið hafið kynnst best og svona.

Og… Núna byrja ég að skrifa.



Hugi, aka HerraFullkominn

Hugi er einstaklega skondin mannvera, sem datt inná MSNið mitt einhverntímann í september minnir mig. Húmor hans og tónlistarsmekkur eru einstök mannvirki, og hef ég átt þónokkur skondin samskipti við hann. Hann kann að hlusta og halda leyndarmálum, og hann hjálpar manni alltaf þegar hann getur einsog hann getur. Við eigum okkur þann húmor okkar á milli að allt sem við gerum er hart, og við förum aldrei í koddaslag nema að koddarnir séu fullir af grjóthörðu grjóti. Einnig komst ég að því löngu síðar að kappinn er frændi minn, en þó ekki meira en svo að við gætum átt í ástarsambandi ef við vildum, það væri ekki siðlaust.

Hann hefur hjálpað mér mikið með skemmtilegheitum og almennum ráðum um lífið og tilveruna, og þakka ég honum það.



Dagný, aka sky

Skondin stúlkukind þar á ferð, með sinn einstaka húmor og augu fyrir skondnum orðaleikjum og glettnum glensum. Hún datt inná MSNið mitt einhverntímann í október eða nóvember og hef ég síðan þá oft talað við hana. Henni er treystandi fyrir öllu mögulegu og getur rekið mann með harðri hendi til að sjá hvað maður gerir rangt þegar maður gerir eitthvað rangt, þannig að maður fær samviskubit og reynir að leiðrétta það sem vitlaust var gert. Hef örugglega of oft nýtt mér það, afsaka ég það hér með. Hnyttin tilsvör hennar hafa oft fengið mann til að hlæja, og einsog ég sagði, skondin stúlka þar á ferð.

Hún hefur á sinn sérstaka hátt O_O-að sig í gegnum mánuðina sem ég hef þekkt hana, og hefur það verið skemmtilegur tími. Hún hefur hjálpað mér í gegnum ýmislegt, og þakka ég henni það.



Rúnar, aka habibi

Spes strákur þar á ferð, eiginlega ekki sorpari. Örugglega eini sem ég hef kynnst í gegnum huga sem ég get rætt almennilega við um tónlist (fyrir utan Huga), enda er hann með svipaðan smekk og ég. Hef reyndar stundum rifist við hann, alvörurifrildum, um tónlist eða trú, en hann er mjög trúaður. Ekkert sem endaði þó illa. Gaman að spjalla við hann, og hef ég fengið góð ráð hjá honum varðandi hina ýmsu hluti, hann einsog allir sem ég hef kynnst vel er góður hlustandi.

Mjög skemmtilegur strákur sem fékk mig til að frístæla í gegnum síma þegar ég var fullur. Hann hefur hjálpað mér meira en hann veit og ég þakka honum það.



Kata, aka Kaea

Kötu hef ég þekkt næststyst af þeim sem ég skrifa um, síðan í janúar, en ég tala þó allra mest við hana núorðið. Kannske vegna þess að við eigum bæði álíka lítið líf og erum oft í tölvunni á MSN, en það kemur málinu lítið við. Hún hefur oft bjargað heilu nóttunum fyrir mér sem annars hefðu farið í tilgangslausan svefn, en í staðinn uppskar ég tilgangsmikið spjall um allt og ekkert. Oft hefur nægt mér að tala við hana um eitthvað bullerí þegar mér líður ekki sem allra best og dregur það mig eitthvað upp. Hún er einnig mjög góður hlustandi. Einstaklega skemmtileg stúlka sem er frábært að þekkja.

Hún hefur hjálpað mér mjög mikið í gegnum erfiða tíma, og ég vil þakka henni það. Frábær stúlka.



Benni, aka meaniac

Benni er spes ungur drengur. Talaði smá við hann á MSN á meðan við skipulögðum fyrstu samkunduna, og síðan við hittumst þá höfum við hálfsmollið saman og hist oftar en bara á þessum samkundum. Þetta er eina karlkyns veran sem ég hef kysst. Alltaf stuð að vera með honum, bara mismikið. Tala ekki mikið við hann á MSN þó, en ég hef þó ekki tölu á ævintýrunum sem við höfum lent í.

Skemmtilegur drengur, og vil ég þakka honum fyrir skemmtilega tíma.



Þórhildur, aka frikadella

Þórhildi hef ég þekkt lengst af þeim sem ég skrifa hér um, en þó munar bara nokkrum dögum á henni og Ástu. Datt hún inná MSN hjá mér í byrjun maí í fyrra, töluðum við ekkert mikið saman og fljótlega skipti hún um MSN. Addaði henni aftur í byrjun ágúst og síðan þá höfum við talað mikið saman og gert mikið saman. Hún hefur verið frábær og gefið mér bestu tíma lífs míns. Verst að ég hef misst samband við hana núna, en ég gat ekki sleppt að telja hana hér upp þó.

Hún hefur hjálpað mér meira en hana gæti nokkurntímann grunað, og vil ég þakka henni fyrir allt. Megi hún eiga frábært líf. Skemmtileg stelpa sem hefur hjálpað mér oft þegar mér líður illa.



Ægishjálmur, aka aegishjalmur

Held að hún kjósi nafnleynd, svo ég ætla ekki að nefna nafn hennar. Annars hef ég þekkt hana styst af þeim sem ég tel hérna upp, en tala þó nokkuð við hana á MSN. Hún hefur oft hlustað á mig þegar mér líður illa og hjálpað, auk þess sem ég hef fengið að sjá allmikið um japanskar anime-myndir frá henni. Skondin stúlka sem er gaman að þekkja.

Vil þakka henni fyrir allt.



Ásta, aka fantasia

Spes stúlka, datt inná MSN hjá mér í maí í fyrra. Harry Potter er oft talað um, skrítið eh? Tala reyndar ekki mikið við hana, en þó eitthvað. Hef sagt henni frá mörgu og alltaf getur hún hlustað. Hitti hana svo einu sinni klukkan hálfþrjú um nóttina og við fórum í hálftímagöngutúr eða svo, þarsem ég þurfti að komast út. Hún er svona… Vinur sem maður talar kannske ekki oft við en treystir samt fullkomlega. Skemmtilega stúlka.

Vil þakka hanni allt.



Svo hef ég kynnst mörgum öðrum eitthvað, kannske aðeins minna og hef kynnst þeim mismikið… En þetta er fólk sem ég vil ekki sleppa að nefna en ætla þó ekki að skrifa neitt sérstakt um. Þetta eru:

Þorfinnur (tobmarley), Alli (AlexanderReynir), Viggi (Raiden), Sóla (honeynut), Eydís (Sedna), Auður (Sirja), Anna (LucyTree), Hildur (Gelgjan), Járni (OfurKindin), Bryndís (supernanny), Lína (foxyme) og Fríða (vettlingurinn).

Ég er örugglega að gleyma að nefna einhvern, og afsaka ég það :)

Annars… ég vona að einhver muni fylgja fordæmi mínu og skrifa eitthvað um vini ykkar sem þið hafið kynnst á huga. Endilega, tjáið ykkur :)