Ég myndi halda að hann ætti eitthvað erindi inn á þennan lista. Allavega eitthvað erindi. Þótt ég viti fátt um gítar þá veit ég það að Dimebag Darrel hafði gríðarleg áhrif á þungarokk með riffunum sínum, stílnum sínum. Á þessum lista er verið að mæla áhrif, en ekki hæfileika. Þess vegna myndi ég ekki segja það neitt allt of vitlaust að setja hann einhversstaðar þarna inn. En hey, ég veit ekki neitt um gítara.