Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Vantar SSX (0 álit)

í Leikjatölvur fyrir 15 árum, 11 mánuðum
Mig vantar SSX fyrir Playstation2, fyrsta leikinn. Vinsamlegast svarið mér í skilaboðum með verðhugmynd og símanúmeri.

Draw Club (6 álit)

í Myndasögur fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Ég krefst þess að það verði tekið til athugunar að endurvekja Draw Club. Þetta var ástæða þess að ég fór inn á Huga hér í denn, auk þess að vera fyrirtaks afþreyging. Hvað segið þið um það? Hve margir eru styðjandi?

Fimbulfamb óskast (0 álit)

í Borðaspil fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Ef einhver á hið arfagóða spil Fimbulfamb og er fús til að selja það eða veit hjá hvaða forlagi ég get fengið það (hafi því ekki verið kippt úr sölu) þá endilega látið mig vita.

Þrjár hæðir? (6 álit)

í The Sims fyrir 21 árum, 1 mánuði
Ég heyrði hérna um daginn að það væri hægt að hafa þrjár hæðir á húsum í Sims með því að byggja tvær hæðir, taka þá fyrstu, skella annarri ofan á númer tvö og gera síðan fyrstu hæðina aftur. Þetta ER ekki hægt. Ekki nema maður þurfi einhverja spes útgáfu eða patch fyrir leikinn. Ég er með Livin' it up og þetta virkar ekki hjá mér.

Á Herranótt 2003 sýnir Hundshjarta (0 álit)

í Leikhús fyrir 21 árum, 1 mánuði
Hið margrómaða leikfélag Menntaskólans í Reykjavík, Á Herranótt, sýnir í ár hið vinsæla leikrit Hundshjarta eftir Michail Bulgakov í Tjarnarbíó. Snýst leikrit þetta um heimsþekktan vísindamann, sannkallaðan afreksmann á sviði líftækni, sem tekst á við það viðamikla starf að breyta hundi í mann, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Með hlutverk vísindamannsins Dr.Umba fer Karl Ágúst Þorbergsson en hægri hönd hans, Dr.Bordal er leikinn af Hilmi Jenssyni. Aftur á móti fer Sigurður Arent Jónsson...

Mig langar að vita... (5 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Þið verðið að fyrirgefa að þessi fyrirspurn tengist kvikmyndum ekki beint en ég var að heyra að Tobey Maguire (Pleasantville, Spiderman, Cider-House Rules) hafi orðið fyrir bíl og dáið. Ekki nóg með það heldur skilst mér að orðið hafi að hætta við Spiderman 2 vegna þessa! Veit einhver með vissu hvort þetta sé satt?

Könnunin (1 álit)

í Gullöldin fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Animals voru aldrei ofmetnir. Fólk sá þá fyrir nákvæmlega það sem þeir voru, one hit wonder.

Ákveðið svindl (9 álit)

í Leikjatölvur fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Í GTA3, playstation2 útgáfunni, vantar mig svindl til að fá alla hidden packages. Ég finn ekkert á netinu og þetta er síðasti sénsinn áður en ég sætti mig við að það sé ekki til.

Helvítis löggan : ( (0 álit)

í The Sims fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Mikið væri það frábært að geta fengið eitthvað krakk eða hakk eða guð veit hvað til að losna við þessa andsk***ns löggu sem þarf alltaf að eyðileggja partíin mín! Vitið þið um eitthvað? Hvað sem er, bara ef það virka

Ruslatunnubjörn (2 álit)

í The Sims fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Ég verð að fá að vita í hvaða aukapakka þessi ruslatunnurótandi björn er! Og líka, er hægt að spila hann og livin' it up á sama tíma?

Að flytja fjölskyldur (2 álit)

í The Sims fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Það er svo fáránlegt í Living it up að það sé ekki hægt að flytja fjölskyldur á milli hverfa! Ég var búinn að plana að hafa stigmagnandi ríkt fólk í hverju hverfi þannig að ef fólk verður ríkt í fyrsta hverfinu gæti það flutt í það næsta o.s.frv. En það er bara ekki hægt! Spurningin er samt þessi: Er það hægt með nokkru móti að flytja fjölskyldur milli hverfa?

Bara að spá (14 álit)

í Geimvísindi fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Hafið þið einhvern tíma litð upp til stjarnanna og orðið var við að sumar af þeim hreyfast? Ég er búinn að sjá þetta alveg milljón sinnum. Þær virðast hreyfast eftir einhverju ófyrirframákveðnu munstri, alveg gjörsamlega handahófskennt! Ef einhver er með skýringu á reiðum höndum þá þætti mér það frábært.

Eilífar Þakkir : ) (0 álit)

í Hljóðfæri fyrir 22 árum, 1 mánuði
Ég bara varð að segja ykkur, þ.e.a.s. öllum þeim sem svöruðu greininni “upptökur”, að þökk sé ykkur þá er ég að fara að gera smáskífu á næstu dögum og eins og nafn greinarinnar gefur til kynna þá er ég hræddur um að ég geti ekki þakkað ykkur nógsamlega :) Takk fyrir.

Molesting Mister Pop (0 álit)

í Músík almennt fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Ég er kannski full seinn að átta mig á því hvaða tónlist stendur til boða á plötu þess tíma sem hún er fáanleg en það verður bara að vera eins og það er. Molesting Mister Pop var íslensk harðkjarnahljómsveit fyrir einu til tveimur árum síðan og gaf út eina plötu (og ég bara get ekki komist að því hvað hún heitir) sem seldist upp á örskömmum tíma, enda aðeins gefin út í nokkurhundruð eintökum. MMP var víst mjög mikið í sviðsljósinu fyrir að vera þyngsta hljómsveitin á landinu á þeim tíma sem...

Antí Mainstream (1 álit)

í Músík almennt fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Ég legg til að eftir nýliðna atburði í tengslum við Limp Bizkit (lesið grein eftir thorok, Eru Limp Bizkit að sýna sitt rétta andlit) að það verði stofnað Anti-Mainstream félag innan Huga. Þeir sem vilja mainstreamið burt geta dissað það að vild og engum skal hlíft ef vildi svo til að hann aðhylltist hljómsveitir eins og Limp Bizkit, Linkin Park, Creed eða whatever!

RADIOHEAD UNPLUGGED? (4 álit)

í Rokk fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Ég hef verið að rekast á ýmsa mp3 fæla á netinu sem gefa í skyn að Radiohead hafi einhvern tíma haldið unðlugged tónleika, t.d. Karma Police acoustic (MTV Unplugged), eða Creep eða Fake plastic trees o.s.frv. Persónulega hef ég aldrei heyrt um þessa tónleika þrátt fyrir umfangsmikla leit, þar sem Radiohead Unplugged væri þa besta í heimi og geimi. Eða það og Smashing Pumpkins. Hafið þið heyrt eitthvað um unplugged með annarri hvorri hljómsveit?

Orðspor Radiohead (0 álit)

í Músík almennt fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Ég var að spá, veit fólk ekki að Radiohead var rokkhljómsveit og er að miða næstu breiðskífu við það eða er því bara skítsama? Þegar ég spyr fólk hvort það fíli Radiohead þá fæ ég alltaf svarið: “Nei ég fíla ekki svona ambient tölvurusl” Ambient tölvurusl!? Fyrir utan það að Radiohead er með betri elektrónísku sveitum allra tíma þá virðist fólk ekki einu sinni muna eftir laginu sem stimplaði þá sem on hit wonder á sínum tíma, Creep! Hvernig er ekki hægt að muna eftir CREEP! Ég bara botna...

Að taka upp tónlist (2 álit)

í Hljóðfæri fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Ég á við það vandamál að stríða að ég þarf að taka upp tvö lög fyrir 6.febrúar og ég hef ekki hugmynd um hvernig ég á að fara að því. Ég spila á gítar og ég hef reynt að taka upp með microphone tengdan við tölvu, en hljómgæðin urðu að gjalda þess. Reyndar þá heyrðist bara skruðningar með lágværri tónlist í bakgrunni. Mig vantar ráð hvað varðar að taka upp í almennilegum gæðum svo ég geti sett þetta á geisladisk. Þess má geta að ég er staurblankur og ef ég á pening þá er það af skornum...

Vantar magnara (0 álit)

í Hljóðfæri fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Mig vantar sumsé gítarmagnara í smærri kantinum, þarf að hafa gain takka.

Rafmagnsgítar (0 álit)

í Hljóðfæri fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Mig vantar rafmagnsgítar nauðsynlega og mér er sama hvort hann sé góður eða slæmur. Látið mig endilega vita ef þið þurfið eða viljið selja gítarinn ykkar :)

Óska eftir ódýrum rafmagnsgítar (0 álit)

í Hljóðfæri fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Mig vantar ódýran, vel með farinn rafmagnsgítar. Helst Stratocaster (amerískan) eða Gibson/Epiphone SG. Ef magnari stendur líka til boða þá endilega gefið upp tegund, stærð og gæði:)

Vandamál uprennandi tónlistarmanns (5 álit)

í Hljóðfæri fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Ég byrjaði að læra á gítar í maí 2001 og ég geri mér grein fyrir því að ég hef ekki verið að spila mjög lengi. Samt sem áður hef ég náð hæfileikum langt umfram mjög marga sem hafa spilað jafn lengi og ég, samt svona almennt séð er ég svona allt í lagi. Ég hef ekki haft mikla reynslu í því að spila með öðrum enda heyrum við ekki í hvorum öðrum þegar við spilum. Með lögum af cd tekst mér alltaf að spila í takt við lagið. Vandamálið sem slíkt er að mér finnst ég hæfur til að spila í hljómsveit...

Speki er spaks manns della (0 álit)

í Heimspeki fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Ef þú myndir spyrja heimspeking hvort hann tryði virkilega á allt það sem honum tókst að missa út úr sér á almannafæri einn góðan veðurdag, þá fengirðu sjálfsagt svarið “nei”. Þvílík vitleysa að fólk hafi í alvöru haldið að einhver kall út í bæ sem sagði eitthvað rugl á einhverju sauðdrukknu föstudagskvöldinu tryði í alvöru því sem hann var að segja! Nei bara svona, datt þetta í hug

Heilagur sannleikur! (0 álit)

í Músík almennt fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Eftirfarandi fullyrðingar verða allar heilagur sannleikur eftir 50 ár: *Enginn man eftir Britney Spears sem lést úr aids árið 2010 *Grafreitur Christinu Aguilera verður vinsælli pissustaður rónanna en styttan af Skúla Magnússyni fógeta *Ricky Martin? Æ já, þarna gaurinn sem prófaði anal-sex og vaknaði aldrei aftur *Jennifer Lopez verður skotin af P.Diddy eftir rúmlega 4 ár *P.Diddy verður “tekinn í bakaríið” í fangelsinu og uppgötvar það loksins að hann hafði alltaf verið öfugur *Jessicu...

Bretnýja Spjóts (0 álit)

í Músík almennt fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Britney Spears er að mínu mati illkynja æxli á þjóðfélaginu í dag. Það er eins með hana og tóbak. Fólk veit að það er hættulegt að reykja, en því mun meira sem það veit er því mun líklegra að það byrji. Fólk byrjar gjarnan að reykja í laumi en síðar meir, þegar vonin er úti um að hætta gerir fólk það gjarnan opinbert. Það er nákvæmlega eins með Britney og ef fólk hlustar á þetta metnaðarlausa en mjög hnitmiðaða “tundurdufl” er hætta á því að það spryngi. Einhvern tíma verða allar bólur að...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok