Ég er kannski full seinn að átta mig á því hvaða tónlist stendur til boða á plötu þess tíma sem hún er fáanleg en það verður bara að vera eins og það er. Molesting Mister Pop var íslensk harðkjarnahljómsveit fyrir einu til tveimur árum síðan og gaf út eina plötu (og ég bara get ekki komist að því hvað hún heitir) sem seldist upp á örskömmum tíma, enda aðeins gefin út í nokkurhundruð eintökum. MMP var víst mjög mikið í sviðsljósinu fyrir að vera þyngsta hljómsveitin á landinu á þeim tíma sem hún var í gangi. Nú spyr ég hvað platan hét, hvort einhver eigi eintak af henni, er hún góð og hvar get ég reddað henni????
PS. Jafnvel fyrrum gítarleikari hljómsveitarinnar veit ekki hvar hún er fáanleg!