Hefurðu kynnt þér undirstöðuatriði klassískrar litafræði, mynduppbyggingar og táknfræði? Til að verða góður málari, sama hvaða stefnu maður vill tilheyra, þarf að þekkja fræðin og kunna rétta teikningu. Ég tel því miður að enn vanti nokkuð upp á í þeim atriðum hjá þér, og mæli með að þú æfir þig í hefðbundnum teikningum, skyggingum og öðrum efnivið en málningu áður en lengra er haldið. Annars er þetta blágræna litaskema hjá þér nokkuð snoturt.