Hvað er að gerast með Naruto? Ég ætla fyrst að taka það fram að það verða engir spoilerar í því sem ég ætla að segja núna.

Sko, ég hef lesið fyrstu chapterina af naruto part 2 manga-inu, og það sem ég hef séð í anime-inu, þá er 50% af hverjum einasta þætti filler. Áður var einn þáttur 1,5 chapter. núna er einn þáttur kominn í minna en 1 chapter. Er verið að gera þetta til að það þurfi ekki að gera fillera aftur?

Ég er samt ekki ánægður með þetta. Þetta með sasuke, og þetta með konohamaru í fyrsta þætti var t.d allt filler. Kakashi vs. Sakura & Naruto tók bara nokkrar blaðsíður í manga-inu en þeir breyttu því í 2 þætti!

Deidara vs. Gaara bardaginn var einn stysti bardagi í þessari story arc var mér sagt, en ég hef lesið summaries af næstu þáttum og þar stendur að bardaginn endi ekki fyrr en í 6-7 þætti (þessir þættir verða sýndir saman sem special). Svo verður 6 þáttur allur bara einhver filler um Kankurou.

Hvar endar þetta?
þeir eru að lengja bardaganna um tvöfalt. Hvað verður þá um löngu loka-bardaganna sem eru kannski 10 chapterar = 20 þættir!??

Gott fólk, fillerarnir eru EKKI búnir! þeir eru ENN í gangi! Og þeir eru að drepa naruto!
(samt sem betur fer ekki eins slæmir og gömlu fillerarnir)

“The fillers are always with you”