Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Skrifari

í Vélbúnaður fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Ef þú ferð í BT skeifuna og spyrð þá hvort þeir eigi einhverja eina týpu af einhverju eldri skrifara þá er ég viss um að þeir myndu gera einhvern díl við þig. Ég keypti af þeim Plextor sem var ekki í umbúðum, 12x skrifari sem var End Of Life eins og þeir sögðu það, fékk hann á fínum prís. Þeir eiga kannski eitthvað handa þér ef þú spyrð rétta manninn.

Re: Skrifari

í Vélbúnaður fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Plextor var að lækka úti, ætti að skila sér í BT næstu vikuna.

Re: Ykkar álit á þessum lappa.

í Vélbúnaður fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Allir bjóða minnst tveggja ára ábyrgð á farölvum í dag. Einn vinur minn keypti vél í Griffli, ég ætla ekki að lesa upp söguna hér en hún er ekki góð.

Re: Griffill

í Vélbúnaður fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Ætlaði að svara öðrum pósti en gerði nýjan þráð. Sorry guys.

Re: meira og meira um Intel.

í Vélbúnaður fyrir 22 árum, 6 mánuðum
AMD = Meira afl pr. krónu Intel = Aukið öryggi í vinnslu Byggt á áralangri reynslu í samsetningu og uppsetningu á tölvum og tengdum vélbúnaði. Veldu bara gott vandað móðurborð, borgaðu fyrir betra minni og þú ættir að lenda með góða tölvu sama hvort verður fyrir valinu.

Re: ram

í Vélbúnaður fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Allir sem eru að selja minni í dag á þessu niðursetta verði eru að selja OEM minni eða oft nálægt því. Þetta eru svipuð gæði allsstaðar fyrir svipað verð. Hugver hefur hinsvegar yfirleitt verið með ágætis minni. Ég keypti minni um daginn í BT og lenti í vandræðum með það og fékk í staðinn Princeton minni sem svínvirkar. Princeton er notað í Servera í bönkunum og fleiri stofnunum. Svo er Micron/Infinieon/Samsung/Mosel Vitelic líka gott. Tölvulistinn og BT bjóða báðir upp á dýrara minni sem er...

Re: Hvaða 3d kort er best .....

í Vélbúnaður fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Kannski að nýju GeForce kortin toppi GeForce :)

Re: skrifari

í Vélbúnaður fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Plextor er toppurinn

Re: Ykkar álit á þessum lappa.

í Vélbúnaður fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Þetta er ein besta vélin á markaðnum í dag, ég þekki það ágætlega þar sem ég hef notað þrjár ferðavélar síðasta árið og vinn við þær. Ég er einmitt að skrifa þetta á þessa vél sem þú ert að spá í. P.S. Mín vél var keypt í BT, Griffill var með sömu vél án skrifarans, munurinn var bara 20k. Svo má líka gæta þess að Griffill kaupir vélarnar bara hér og þar og þeir eru með enga alvöru viðgerðarþjónustu. BT fær vélarnar sínar frá acotæknival sem er viðurkenndur þjónsutu og umboðsaðili Toshiba á...

Re: Eru geislaskrifarar rusl geisladrif?

í Vélbúnaður fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Til að svara Molotov, venulegir diskar eru steyptir og því mjög auðvelt að lesa þá fyrir öll drif. Skrifaðir diskar eru,,, ja skrifaðir. Þá er notaður laser eins og við þekkjum allir til að breyta uppröðun efna undir plastfilmunni, þar sem geislaskrifarar eru ekki allir á nákvæmlega sömu bylgjulengd ljóss og með mismunandi styrk þá geta þeir verið til vandræða í sumum drifum. Einnig verða geislaskrifara og lesarar lélegri með tímanum, geislinn verður veikari. Þegar mánuðirnir og árin færast...

Re: Eru geislaskrifarar rusl geisladrif?

í Vélbúnaður fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Smart & Friendly er merki sem Tæknival og BT var með umboð fyrir, EJS keypti þessa skrifara af fyrrnefndum.

Re: Eru geislaskrifarar rusl geisladrif?

í Vélbúnaður fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Til að svara David, Mér finnst þessi póstur nokkuð fyndinn. Acotæknival er nefnilega dreifingaraðili fyrir Plextor á Íslandi og BT er jú hluti af Acotæknivali. Ég veit einnig að Plextor skrifararnir eru með lægstu bilanatíðni af öllum geislaskrifurum sem fara í gegnum BT/acotæknival. Hinsvegar er ekki margt óskeikult í þessum heimi. Ég sjálfur er búinn að eiga marga Plextor skrifara alla frá BT, sem koma nota bene beint frá Plextor að utan. 8x 12x 16x og nú 24x, enginn hefur svo mikið sem...

Re: Óhemju mikill verðmunur á milli USA og Ísland?!

í Vélbúnaður fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Enginn tollur er á tölvuhlutum s.s. hörðum diskum og örgjörvum. Söluskatturinn hér heima er 24,5 prósent en söluskatturinn í USA er á bilinu 5-12 % (Fer eftir fylki). Þessi söluskattur er nær undantekningarlaust EKKI auglýstur! Að sjálfsögðu greiðir íslenskur ríkisþegn ekki erlendan söluskatt þegar vara er send hingað en gott er að hafa þetta í huga þegar borin eru saman auglýst verð í USA vs. á Íslandi. Flutningskostnaður bætir á verðmiðann. Það tekur tíma að fá vöru til landsins og sem...

Re: Tjáningafrelsi - frelsi til að stuðla að þjáningum

í Quake og Doom fyrir 23 árum, 1 mánuði
Endemis rugl er þetta. Ég má tjá grun minn fyrir því að Jreykdal sé að flengja sebrahesta án þess að ég eigi á hættu að fá á mig nokkuð meiðyrðamál. Við erum að tala um tjáningarfrelsi hérna. Tjáning felur ekki í sér staðhæfingu. Nú þekki ég ekki íslensk lög til hlýtar eins og flestir samlandar mínir en áhugaverð hliðstæða við þessari umræðu er einmitt mál sem fór fyrir hæstarétt Bandaríkjanna fyrir allmörgum árum. Það var málið Jerry Falwell v. Larry Flynt. Þið hafið eflaust séð myndina sem...

Re: hækkun á skrifurum / geisladiskum

í Deiglan fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Það er líka búið að skipta um tollflokk á geislaskrifurum sem fara nú úr 0% í 25% vörugjald sem er það sama og á videotækjum og sjónvörpum.

Re: Re: baal

í Quake og Doom fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Félagi (Loom), ef þú hefðir lesið pistilinn minn þá sérðu að ég hef spilað alla ID leikina upp að Q2 og svo Q3, hvernig getur það þá verið að Q2 hafi haft meira impact á mig en Q1 miðað við staðhæfingu þína hér að ofan. Ég var einn af fáu spilurunum sem spilaði Q1 á netinu hérna þegar hann kom FYRST út. Ekki dæma mig þar eð þú þekkir mig ekki. Ég er ekki að staðhæfa hér fyrir aðra heldur einungis að segja frá því sem mér finnst um leikinn. Þó að þér finnist Q3 betri þarftu ekki að klína...

Re: Quake 2 aftur hvað?

í Quake og Doom fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Hætt þú bara að skipta þér af Q2 og beiðni um server og einblíndu á Q3. Þú þarft nú varla að vera hræddur um að Q3 serverarnir detti niður, því ertu að drepa niður Q2 umræðu allsstaðar? Ég man eftir þér í Q2… Þurs ;)<BR

Re: Afhverju er Q2 betri en Q3?

í Quake og Doom fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Ég elskað!!! Quake2. Ég fór úr Wolfenstein 3D í Doom leikina og þaðan í Quake og svo loks Quake2. Ég hef aldrei á ævinni spilað snilldarlegri leik en Quake2. Enginn leikur hefur haldið mér jafnsveittum við tölvuskjáinn nótt eftir nótt, og ég hef aldrei lifað mig jafnmikið inn í nokkurn leik. Maður sogaðist inn í leikinn. Það var allt svo “snertanlegt” Við leikinn. Allt annar var rusl í samanburði. Ég er ekki að tala um grafíkin, hljóðið eða lookið á leiknum. Time passes og hlutirnir...

Re: Proxy server út til að taka af okkur pening?

í Quake og Doom fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Hmm, makes sense. Hinsvegar er þetta mikil óhagræðing þegar litið er á stærri myndina. Tenging Landsímans í gegnum sæstrenginn verður undir meira álagi. Það hlýtur að vera hægt að útfæra þetta betur svo ADSL notendur eru að samnýta mikið af gagnaflæðinu til landsins.<BR

Re: Ég vil líka fá hjálp

í Quake og Doom fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Ekkert mál ef þú hefur réttann driver, til að finna réttann driver þá skaltu skoða www.56k.com<BR

Re: ADSL vandamál

í Half-Life fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Ég er með fasta IP tölu og ég lendi aldrei í neinum vandræðum hjá simnet, nema þegar einhver miðlægur router eða sambærilegt hrynur hjá þeim. Mér var tjáð að þeir sem væru með fastar IP addressur væru að upplifa færri vandamál. Ein skýringin er sú að vandræði hafa verið hjá símanum internet með úthlutun á IP addressum þegar fólk er að tengjast. Einhver hér á undan var einmitt að segja að fleiri en einn aðili geti fengið úthlutaða sömu IP addressuna þegar þeir tengjast, sem hlýtur jú að hafa...

Re: Re: ADSL HJÁ L$ DRASL EÐA VANKUNNÁTTA ????

í Half-Life fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Hmm, ég lenti í því með windows 98 að ég gat bara haft x marga download glugga í gangi í einu, veit ekki hvort þetta sé sambærilegt. Þú getur líklega leyst þetta með því að fá þér Win2K. Þú getur líka farið t.d. á www.windrivers.com og náð þér þar í forrit sem breytir netstillingum í windows 98 og tekur þessa takmörkun af. Windwos 98 er hrikalega takmarkað samanborið við win2k í öllum netstillingum.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok