þegar ég byrjaði að spila q3 fannst mér hann algjört sorp. náttúrulega var maður búinn að spila q2 i 2 ár áður en q3 kom út svo að maður var ekki vanur vélinni í q3 en það kom fljótt.

núna loxins eftir 1 árs spilun er q3 farinn að verða örlítið skemmtilegur og þakka ég 1.27g patchinu það. en hvað var það við q2 sem fékk man til að, hreint og beint, elska hann.

þegar ég gríp aftur i q2 þá sé ég strax mikinn mun á leikjunum og er þar fyrst að nefna balance á vopnum. það er eginlega ekkert vopn sem stendur uppúr sem lang besta vopnið i q2 eins og rl gerir i q3. chainið er vissulega dauðans en það hafði mjög líðið ammo. railið var gott en slow reload. rl-inn var mjög slow og rocketin rétt drulluðust áfram.

hinsvegar borið saman við q3 þá eru vopnin þar alltof öflug. það sést strax a duel scorei í leiknum. í q2 er 15 frög i duel algjört buff er i q3 eru menn farnir að né 100 fröggum í dúel á vissum möppum. á ég þar við 88-(-2) leik frá babbages á t4.

en svo var annað i q2 sem q3 hefur ekki og var það double og circle jump. ég sakna double jumpsins þykkt mikið og væri vel til í að fá það yfir í q3, en það yrði samt aldrei það sama.

ctf var miklu betra i q2 út af grapple og power-ups. power amp og chain er combo sem allir vilja hafa og sakna margir varnar gaurar þess að geta ekki bútað niður heila quad sókn á innan við sekúntu.

kannski var það single playerinn sem vantar i q3. að getað slátrað ai gaurum og fylgja skemmtilegri sögu. eða kannski var maður bara yngri og vitlausari.

spögglerið!
Þorsteinn “thrstn” Ólafsson