Jæja. Núna er annað eintakið af mínum fagra Plextor 16/10/40 dauður. Já…eintak nr. 2 á eiginlega sama hátt.
Þar sem að þetta á nú að heita sæmilegt vörumerki og glænýtt tæki (sá fyrri entist í mánuð en þessi sem betur fer nokkrum mánuðum betur) er ég sem fyrr dolfallinn yfir því að þessi tæki gefi svona upp öndina.

Fyrir þá sem hafa áhuga þá blikkar hann 2 gulum (amber) ljósum og les enga diska, skrifaða eða “alvöru”. Sem plextor segir að þýðir:

“Cannot read a stamped disc or initialize a CD-R/RW disc because the drive cannot properly configure the focus and track adjustment settings”

Núna er það spurningin. Er hægt að nota skrifara sem venjuleg geisladrif líka?

Málið er að ég er einnig með hið feiknatrausta, en hægvirka, 2x DVD drif frá Creative. Keypt í ágúst 1999 og hefur ekki slegið feilpúst síðan. Eftir að ég fékk mér Plextorinn sem getur náð upp í 40x (Creative hefur mælst hæst í 16x) hef ég að mestu notað Plextorinn í almenna vinnslu auk skriftana, en nú er spurningin hvort það hafi drepið skrifaragreyið. Ætli að apparatið þoli ekki þunga vinnslu (hiti?) og fari því í klessu?

Núna er það að þramma aftur til BT (þeir voru hinir ljúfustu síðast) og bíða í hina reglubundnu viku og vona að maður fái núna loksins tæki sem endist út ábyrgðina í að minnsta. En til ykkar hinna sem eigið ennþá skrifara sem virka vara ég við því að nota þá sem venjuleg drif…hversu sprækir sem þeir eru.

Og ég sem þurfti að fara að brenna dót gawddamnit! Það var að koma út RedHat 7.2 í gær!

Látið vita ef þið hafið lent í svipuðu.
JReykdal