Ég skal útskýra Pollýönu leikinn fyrir þér, og ef þú skilur ekki útskýringuna geturðu lesið bókina, Pollýanna eftir Eleanor H. Porter. Hann gengur semsagt út á það að einblína á jákvæðu hliðarnar á öllu. T.d. ef það fer að rigna, þá geturðu hugsað sem svo að þá dafni gróðurinn. Ef kærastan þín hættir með þér geturðu fundið aðra betri. Pabbi þinn deyr, tjah, þá muntu læra að lifa án hans, verða sjálfstæðari og uppgötva hvernig hitt fólkið í kringum þig getur komið í staðinn fyrir hann. Það er...