Ég hlæ alltaf jafn mikið þegar ég sé fólk sem er með ljótt orðbragð um annað fólk og gjarnan minnihlutahópa, og segist mega það í skjóli meints málfrelsis.

Gerið þið ykkur ekki grein fyrir því hvað felst í merkingu orðsins “Frelsi”?
Að vera frjáls er ekki að geta gert það sem manni sýnist óháð öllu öðru.
Þó að það sé málfrelsi í landinu “má” ég ekki lýsa því yfir að hinir og þessir séu algjörir vanvitar, fífl og heimskingar, á sama hátt og þó að það sé “hreyfifrelsi” get ég ekki notað það til að hreyfa mig á þann hátt að ég kýli fólk. Hefur þetta fólk sem ég væri líklegur til að kýla engann rétt á “sársaukafrelsi” sem fælist þá í því að ákveða sjálft hvort það finni til eða ekki?

Í stuttu máli: Frelsi einstaklings endar þar sem frelsi næsta einstaklings byrjar.