Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Scrooge
Scrooge Notandi frá fornöld 38 ára karlmaður
228 stig

Hæfi skátaforingja (18 álit)

í Skátar fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Í framhaldi af umræðu hér á huga.is datt mér í hug að skella saman stuttri grein um hæfi foringja þar sem samfélag okkar hefur breyst á undanförnum árum og kröfur til fólks sem leiðir æskulýðsstarf hafa aukist. Ég vil byrja með að segja að í sambandi við aldur þá segir hann ekki alla sögu því miður. Ég hef séð 17 ára sveitarforingja sem standa sig glimrandi vel (Bleh) á meðan ég hef séð mun eldri sveitarforingja taka við gamalgróinni sveit og klúðra henni á nokkrum vikum. Aldur skiptir því...

Skátaskálar og mikilvægi þeirra (42 álit)

í Skátar fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Skátaskálar geta verið grundvöllur fyrir því að virkir skátahópar myndist innan félaga. Reynslan mín er sú að í kringum 14-16 ára aldur þá var ég meira og minna í útilegum með virkustu skátum höfuðborgarsvæðisins í hinum ýmsu skálum. Ég er ekki í vafa um að þessi tími hafi verið sá sem réði úrslitum að ég hélt áfram í skátastarfi. Ég hef einnig heyrt svipaða sögu frá öðrum skátahópum í kringum minn aldur. Skátaskálar og aðgengi að þeim getur því spilað lykilhlutverk í skátastarfi. Sem betur...

Skýjaborgir brunnar til grunna (81 álit)

í Skátar fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Í nótt kom upp eldur í skáta Skátafélagsins Hraunbúa í Hafnarfirði. Um er að ræða Skýjaborgir sem voru staðsettar undir Bæjarfellinu gegnt Arnarfelli. Skálinn er brunnin til grunna. Skýli sem var við hlið skálans var dregið af grunni og dregið að bílastæðinu mið tilheyrandi skemmdum. Ljóst er að bruninn og skemmdir á svæðinu er mikið áfall fyrir Hraunbúa. Samkvæmt lögreglu er líklegast að um íkveikju hafi verið að ræða. Það er ótrúlegt hvað fólk ber ekki virðinu fyrir neinu!

Sumardagurinn fyrsti í Hafnarfirði (13 álit)

í Skátar fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Sæl SkátaHugarar Sumardagurinn fyrsti í Hafnarfirði hafði verið eins frá því ég man eftir mér. Það var messa í Hafnarfjarðarkirkju, skrúðganga að skátaheimilnu þar hægt var að taka þátt í víðivangshlaupi á vegum íþróttafélaganna eða fá sér kaffi og með því í skátaheimilinu. Það voru tvær ofursystur hér í Hraunbúum sem sáu hvað þetta var leiðinlegt til lengdar. Þær létu því hendur standa fram úr ermum og skipulögðu virkilega góða skáta-hátíðarhöld fyrir sumardaginn fyrsta sem var nú um...

Heimsmót skáta á netinu! - JOTI (10 álit)

í Skátar fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Dagana 15. – 16. október næstkomandi verður JOTI og JOTA skátamótin haldin á internetinu og ,,í loftinu”. JOTI skátamótið er einstakt tækifæri fyrir skáta til að taka þátt í alþjóðastarfi skátahreyfingarinnar en þúsundir skáta munu sækja mótið úr öllum heimshornum. Ekkert þátttökugjald er á mótið. Það er von Alþjóðaráðs að sem flestir skátar í þínu skátafélagi taki þátt í mótinu en þar geta þeir eignast fjarlæga skátavini, kynnst skátastarfi í öðrum löndum og menningu annarra landa. Þetta er...

Landsmót - Eitthvað fyrir alla! (17 álit)

í Skátar fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Eins og allir vita verður Landsmót skáta haldið í sumar á Úlfljótsvatni. Mótið verður haldið daga 19. - 26. júlí en þegar mest verður má áætla að um 5000 manns verði á svæðinu. Að þessu sinni verður þema mótsins ,,Orka Jarðar" og mun rammi mótsins verða miðaður út frá því. Einstakt tækifæri! Landsmót er aðeins haldið á þriggja ára fresti og því er um að gera fyrir alla skáta og dróttskáta að skella sér á landsmót og eiga góðar stundir með góðum vinum og félögum í hreinu ævintýri við...

Ædol skátaleit (20 álit)

í Skátar fyrir 20 árum, 1 mánuði
Eins og flestir netverjar hafa tekið eftir þá er Ædol skátaleit á næsta leiti. Ædol er fyrir alla skáta, ekki einungis dróttskáta. Öllum félögum landsins er boðin þáttaka og vonumst við til að sem flest félög sjái sér fært að mæta með þáttakanda. Keppnin fer þannig fram að félögin sjálf halda undankeppni eða útnefna keppanda fyrir sitt félag. Keppendur æfa svo stíft fram að úrslitakeppninni sem verður í Loftkastalanum 28. mars næstkomandi kl 13:00. Þér gefst svo kostur á að velja sigurvegara...

Ung I Norden (8 álit)

í Skátar fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Í endan desember og byrjun Janúar var norræna skátaráðstefnan Ung I Norden haldin líkt og siður er á tveggja ára fresti. Að þessu sinni kom í hlut Íslands að halda ráðstefnuna og því mjög spennandi fyrir útlendinga að koma hingað til lands og fara í bláa lónið og horfa á flugeldana yfir áramótin. Um 25 þáttakendur voru mættir frá fimm löndum, Íslandi, Grænlandi, Noregi, Danmörku og Finnlandi. Færeyjar og Svíþjóð vantaði að þessu sinni. Yfirskrift ráðstefnunnar var “Hvernig hindrum við...

Blátt, þunnt, ljótt (28 álit)

í Skátar fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Merkilegt með skátana hér á landi hvað þeir eru íhaldssamir. Litlu má breyta. Dæmi um það er skátabúningurinn sem er ekki að gera góða hluti. Skátabúningurinn er eitthvað sem krakkarnir vilja ganga í hversdagslega og mæta í honum stolt á fundi. Þetta er ekki að virka. Skátabúningurinn er ekki sá flottasti. Hins vegar er ylfingapeysan mun betri þó hún sé nú ekki mjög glæsileg. Hún er a.m.k dulítið hlý. Á skátamótum og í útilegum er ekki hægt að nota búninginn. Það þarf pottþétt að þrífa hann...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok