Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Boxæfingar (26 álit)

í Box fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Getiði bent mér á einhverja síðu með boxæfingum ? Aðstaðan er boxpúði, hanskar og sippuband

Guitar Pro - Setja saman töb (4 álit)

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Halló ! Ég er í vanda sem ég vonast til að þið getið leyst. Málið er að mig langar að prenta út tab fyrir eitt lag niður á blað gegnum Guitar Pro, en málið er að gíturunum er skipt niður í 4 töb (Guitar1 Rythm, guitar2 solo, guitar3 12 cordes guitar4 slides) en í sjálfu laginu er bara 1 gítar, og ég nenni ekki að prenta lagið út í 4 sitthvorum pörtum, er einhvernvegin hægt að sameina partana ?

Ný trivia - joy joy joy (3 álit)

í Gullöldin fyrir 17 árum, 12 mánuðum
ORiley samdi nýja triviu, tjékkið á henni hér fyrir neðan :*

Próf (27 álit)

í Gullöldin fyrir 18 árum
Hvernig gengur próflesturinn ?

Saga (12 álit)

í Hljóðfæri fyrir 18 árum
Í gær var ég að stilla gítarinn minn og í einni stillingunni sneri ég “stillihnúanum” svo hratt að ég klemmdi mig á milli hans og annars hnúa og núna er ég stökk bólgin á puttanum og get ekki spilað á gítarinn. Boðskapurinn, stillið gítarinn með mikilli varkárni.

Brú í uppreisn (24 álit)

í Hljóðfæri fyrir 18 árum
Hey, þið eruð alveg örugglega fyrir löngu komnir með leið á hjálparkorkunum mínum og í tilefni af því ætla ég að koma með einn hérna í viðbót. Síðan ég skipti um strengi á Fendernum mínum þá fór brúin í algjört rugl. Hún hækkaðist upp að aftan en hélst uppi að framan. Ég er búinn að reyna skrúfa hana og og toga hana og pússa hana en ekkert virkar, hvað get ég gert ? http://i2.photobucket.com/albums/y22/ragnarr/bruinbridgeguiitar.jpg - Ég vil fá hana alla niður !

Magnarinn minn (24 álit)

í Hljóðfæri fyrir 18 árum
Þið megið segja mér allt sem þið vitið um magnarann minn, og þið megið líka leiðbeina mér með stillingarnar á honum. Myndir: http://i2.photobucket.com/albums/y22/ragnarr/1.jpg - Stillingarnar http://i2.photobucket.com/albums/y22/ragnarr/3.jpg - Framhliðin http://i2.photobucket.com/albums/y22/ragnarr/2.jpg - Bakhliðin Takktakk:***

Ughh.. (24 álit)

í Gullöldin fyrir 18 árum
Hvaða lög láta ykkur alltaf fá gæsahúð ?

Gítarskóli Íslands (58 álit)

í Hljóðfæri fyrir 18 árum
Jæja, ég er að spá í að fara í hann næsta haust. Komast allir að sem sækja um ? Ræður maður hver kennir manni ? Ég veit ekki alveg í augnablikinu hverju ég get meira spurt að, megið aðeins segja mér frá GÍS ;)

Cleveland (2 álit)

í Körfubolti fyrir 18 árum
Jæja, hvað ætli Cleveland geri núna þegar LeBron James er meiddur. Hvað verður hann annars lengi frá ?

Nafn á disk (11 álit)

í Hugi fyrir 18 árum
Ok, nafnið á utanáliggjandi harðadiskinum mínum er alltaf að breytast. Í den hét hann alltaf (:F), en svo um daginn breyttist hann í (:H) og núna heitir hann (:I). Þetta er nokkuð böggandi því ég þarf alltaf að updeita öll lögin í media playernum svo þau geti spilast á nýju slóðinni sinni. Fer líka allt í rugl í iTunes sem ég kann ekki að laga. Er einhvernvegin hægt að breyta nafninu á diskinum sínum ?

!!--==NÝTT TRIVIA==--!! (215 álit)

í Gullöldin fyrir 18 árum
Já gott fólk þið lásið titilinn rétt ! Það er komið nýtt trivia. Vil þakka LazyTown kærlega fyrir að semja spurningarnar, takk takk :* Allir taka þátt ! Þó svo þið getið ekkert ! Bara giska ! Og ekkert svindl takk ! Og svör sendist til LazyTown !! Trivia trivia !! Hér neðarlega á síðunni !!

Þarf að vita eitt - Prison Brake (3 álit)

í Spenna / Drama fyrir 18 árum
Afhverju dreifðu þeir alltaf mölinni sem þeir voru búnir að grafa úr holunni inná kaffistofu varðanna á grasið úti ?

Vandamál með að skipta um strengi (14 álit)

í Hljóðfæri fyrir 18 árum
Okey, síðan ég byrjaði að spila á gítar þá hef ég alltaf glímt við það vandamál að vera lélegur í að skipta um strengi. Ég virðist aldrei vera sáttur með útkomuna þegar ég er búinn að gera skiptunga. En núna er ég orðin nokkuð pirraður á þessu og leita því til ykkar, efast um að ég fái einhver svör svona gegnum netið því það er örugglega fjandi erfitt að útskýra hvernig maður skiptir um strengi svona með skriflegum máta, en ég vil bara létta þessu af mér. Vám. Ég er á Fender Stratocaster....

Sumt sem þarf að vita.. (13 álit)

í Körfubolti fyrir 18 árum
Jæja nú er ég nýlega byrjaður að fylgjast með NBA og mig langar að fá útskýringar á eftirfarandi hugtökum: NBA Deildin, hvernig virkar hún ? Margar deildir ? playoffs ? huh ? Stöðurnar ? Hvernig skiptast þær ? Guard, Forward, Center, hvar eru þeir ? huh ..? já takk fyrir..

Vandamál með Gran Turismo 4 (1 álit)

í Leikjatölvur fyrir 18 árum, 1 mánuði
Ok, ég man í fyrra þá keypti ég mér Gran Turismo 4, þetta var svona í maí. Setti hann í PS2 tölvuna mína og allt gekk vel. Síðan slökkti ég á tölvuna og síðan fór ég ekki í þennan leik meira. Gróf hann síðan upp um daginn og ætlaði að fara spila hann. Sting honum í PS2 tölvuna mína, sú sömu og áður en núna kemur bara upp DISC ERROR. Samt er diskurinn ekkert rispaður enda lítið sem ekkert notaður, en hann hefur virkað áður. Hvað er að ?

Sádí-Arabía (12 álit)

í Hugi fyrir 18 árum, 1 mánuði
Hefur einhver hérna hugmynd um eða sjálfur persónulega reynslu af því hvernig er best að komast inní Sádí-Arabíu ? Þeir eru víst með einhverja stranga utanríkisstefnu gagnvart útlendingum, þannig maður verður að fá boð frá einhverjum araba í landið ef maður vill komast inn. Er ekki hægt að redda sér öðruvísi ? :)

Miðausturlönd og co. (13 álit)

í Ferðalög fyrir 18 árum, 1 mánuði
Kveldið Einhverjir hérna sem hafa ferðast um Miðausturlöndin ? Núna í haust er vinur minn og ég líklegast að fara til Palestínu í sjálfboðastörf og fleira og ætlum við líka að nota tímann til að ferðast. Er það ekki frekar mikið vesen þarna úti að ferðast á milli landa. Erum búnir að hugsa okkur að fara til Egyptalands og kannski Sádí-Arabíu. Endilega fræðið mig um þetta.

Stalin - The Purges (9 álit)

í Sagnfræði fyrir 18 árum, 1 mánuði
Góða kvöldið sagnfræðingar ! Þessa stundina er ég að vinna að fyrirlestri um hann Stalín okkar og er ég kominn með mikið efni um hann. En það er lítið gat sem ég þarf að fylla og í þessu gati vil ég fjalla um The Purges. Ég finn alveg fullt um þetta á netinu og svona, en ég botna samt eiginlega ekkert í þessu. Það væri mjög gott ef þið gætuð frætt mig um þetta sem fyrst. Þá á ég eftir að eiga auðveldara með því að skilja þessar upplýsingar um þetta á netinu. Takk fyri

Stalín (3 álit)

í Sagnfræði fyrir 18 árum, 1 mánuði
Góða kvöldið Er að gera fyrirlestur um hann Stalín okkar. Ekki vill svo til að þið vitið um einhverjar góðar greinar um þennan mann á veraldarvefnum ? Þá fyrir utan wikipedia.com Takk fyri

Rolling Stones á Ísland ? (12 álit)

í Gullöldin fyrir 18 árum, 1 mánuði
Ég hef nokkuð áreiðanlegar heimildir frá honum Gunnari Óla í skímó að það sé bara verið að ganga frá því að fá Rolling Stones hingað til Íslands. Rolling Stones munu millilenda hérna í lok túrsins síns og verið er að reyna fá þá til að staldra aðeins við. Bara láta ykkur vita að það er enn von ;)

Mixdiskagreinar (2 álit)

í Rokk fyrir 18 árum, 1 mánuði
Jæja, vilja ekki fleiri fara koma með Mixdiskagreinar eins og hann Doherty birti ? Greinin hans kynnti mig fyrir fullt af nýjum hljómsveitin og því hvet ég fleiri til að senda inn eins vandaðar greinar og hans ;)

Las Vegas áðan (1 álit)

í Hugi fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Ég var að spá hvað hljómsveitin heitir sem tók þarna lagið á sviðinu ? Þetta var kántrýbandið með rapparanum. Virðist ekkert vera hér http://www.imdb.com/title/tt0625477/soundtrack

hreyfimyndir (3 álit)

í Hugi fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Er eitthvað mikið flókið að gera svona einfaldar hreyfimyndir í photoshop ? DÆMI!! Getur einhver leiðbeint mér ?

Plötudómar (1 álit)

í Gullöldin fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Ég vil fara sjá plötudóma frá ykkur þar sem þið eruð ekki að dæma hvert lag fyrir sig heldur gagnrýnið diskinn í heild sinni. Tannbursti skrifaði oft mjög góðar gagnrýnir þar sem hann dæmdi plöturnar í heild sinni en ekki hvert stakt lag. Dæmi um góðan dóm Meira svona ;)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok